Staður vikunnar – Þórbergssetur í Suðursveit

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson, sem er þar fæddur uppalinn.
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.
Hönnun safnsins er einkar skemmtileg og “bókahillan” vekur athygli. Þórbergsetrið er opið allt árið þar er einnig veitingahús og minjagripaverslun.
Fyrir ofan Hala er minnisvarði um bræðurna frá Hala, Þórberg Þórðarson rithöfund, Steinþór bónda á Hala og Benedikt bónda á Kálfafelli.
Út frá minnisvarðanum hafa verið merktar tvær gönguleiðir, settar upp sem ratleikir undir heitinu, Söguferðir í Suðursveit, þar sem lítil skilti með sögum úr verkum Þórbergs og tilvitnunum í sögur Steinþórs, bróður hans.

Staður vikunnar – Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð verður haldin á höfuðborgarsvæðinu dagana 2. – 5. febrúar.
Ljósainnsetningin Sköpun lands eftir Ingvar Björn birtist á Hallgrímskirkju. Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setur hátíðina 2. febrúar kl. 19:30 og í kjölfarið leggur ljóshestareið frá hestamannafélaginu Fáki af stað frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Magnað myrkur fær að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu á höfðuborgarsvæðinu. Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið.Dagskrána má finn á heimasíðu hátíðarinnar, vetrarhatid.is

Staður vikunnar – Geirfuglinn við Valahnúk á Reykjanesi

Staður vikunnar að þessu sinni er við styttuna af Geirfuglinum, sem er við Valahnúk á Reykjanesi.Styttan er eftir listamanninn Todd McGrainhluti og er hluti af verkefni hans The Lost Bird Project þar sem hann vinnur skúlptúra af útdauðum fuglum og kemur þeim fyrir í upprunalegum heimkynnum þeirra. Með því vill hann vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni.Talið er að síðasti geirfuglinn hafi verið drepinn í Eldey 3. júní 1844 var ákveðið að styttan af geirfuglinum yrði sett upp neðan við Valahnúk á Reykjanesi þar sem fuglinn horfir út til Eldeyjar.Styttan var sett upp á Ljósanótt 2010. Mynd Regína Hrönn Ragngarsdóttir.

Staður vikunnar – Ylströndin í Nauthólsvík

Fyrsti staður vikunnar á nýju ári er Nauthólsvík.
Í síðari heimsstyrjöldinni var aðstaða í Nauthólsvík fyrir sjóflugvélar, sem voru mikilvægar í orrustunni um Atlantshafið.
Ylströndin var vígð sumarið 2000 og ári síðar var opnuð þjónustumiðstöð með búningsklefum, baðaðstöðu og veitingasölu.
Við ákjósanlegustu aðstæður er hitastig sjávarlónsins innan grjótgarðanna 15-19°C og pottarnir eru 30-39°C heitir. Lónið og pottarnir eru hitaðir upp með affallsvatni frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð.Þjónustuhúsið er tilvalin aðstaða fyrir hlaupara, sem geta valið úr miklum fjölda hlaupaleiða í nágrenninu.

Jólakveðja frá Vegahandbókinni

Vegahandbókin óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar samfylgdina síðastliðin rúm 40 ár.

Við fögnum nýju ári með nýuppfærðri útgáfu af Iceland Road Guide, ensku útgáfunni af Vegahandbókinni, og Ferðakortum í mælikvarðanum 1:500 000. Kortin koma út á sex tungumálum; ensku, þýsku, frönsku, spænsku, kínverksu og íslensku.

Þessi fallega mynd er af Norðfjarðarkirkju. Kirkjan var tekin í notkun 1896, útbygging var reist við norðurhlið árið 1992. Kirkjan var friðuð 1990.

Myndina tók liðsmaður okkar Óttar Sveinsson.

Staður vikunnar – Heimili jólasveinanna í Dimmuborgum

Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru engir venjulegir jólasveinar. Foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði eru það gömul að Grýlu er getið í Eddu Snorra Sturlusonar.

Jólasveinarnir eru höfðingjar heim að sækja og taka þeir á móti gestum alla daga í desemeber á Hallarflötinni í Dimmuborgum milli kl. 13:00 og 15:00. Þeir eru alveg sérstaklega ánægðir að fá barnafjölskyldur í heimsókn.

Hið árlega jólabað jólasveinanna fer fram í Jarðböðunum í Mývatnssveit og byrjar það hálfum mánuði fyrir jól. Jólasveinarnir eru nú misánægðir með jólabaðið en það getur verið hin besta skemmtun að taka þátt í því með þeim.

Mjög margt er í boði í Mývatnssveit á aðventunni og er hægt að fræðast meira um það á heimsaíðunni þeirra, visitmyvant.is

Staður vikunnar – Akureyri á aðventunni

Tilvalið að skella sér til Akureyrar og upplifa einstaka aðventustemningu í höfuðstað Norðurlands. Bærinn er ætíð fallega skreyttur. Jólaljósin með kirkjutröppunum og jólastjarnarn fyrir framan Hótel KEA vekja upp gamlar og góðar minningar hjá þeim sem hafa einhvern tíma búið á Akureyri. Heitt súkkulaði og smákökur, jólamarkaður, listsýningar, jólalög og fallega skreytta búðir með jólavarning skapa einstaka aðventustemningu sem vert er að upplifa.
Jólahúsið við Hrafnagil er heill ævintýraheimur, þar er jólasveinaþvottur á snúrum, jólailmur í loftinu og allt sem tengist jólaskrauti er þar til sölu. Garðurinn umhverfis er sérlega barnvænn og stundum er boðið þar upp á heitt súkkulaði við kertaljós úti í snjónum
Á heimasíðunni visitakureyri.is eru greinagóðar upplýsingar um viðburði á Akureyri.

Staður vikunnar – Reyðarfjörður

Staður vikunnar að þessu sinni er Reyðarfjöður þaðan sem þessi fallega vetrarmynd er.
Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða um 30 km langur. Um 1150 manns búa á Reyðarfirði sem nú er hluti Fjarðabyggðar. Staðurinn var áður nefndur Búðareyri.
Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði geymir minjar tengdar seinni heimsstyrjöldinni og veru erlends herliðs hér á landi. Þar voru, meðan mest lét, 1200 hermenn í 300 manna þorpi.Staður vikunnar – Landnámssetrið í Borgarnesi

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi er staður vikunnar. Setrið er í tveimur af elstu húsum Borgarness sem standa skammt frá Brákarey og Brákarsundi. Annað er gamalt Pakkhús sem hefur verið friðað og hýsir tvær sýningar, Landnáms- og Egilssýningu.

Landnámssýningin fjallar um landnám Íslands. Þar segir frá því hvernig Ísland fannst, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvernig Ísland var numið.

Egilssýningin segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Egill var mikið skáld en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Inn í söguna tvinnast bardagar og ástir, galdur og forneskja. Sögusvið Egilssögu er að hluta til í nágenni við Landnámssetrið.

Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn, sérstök barnaleiðsögn á íslensku. Landnámssetrið er opið allt árið. Frekari upplýsingar á landnam.is

Staður vikunnar – Rauðanes í Þistilfirði

Rauðanes í Þistilfirði við veg 85 er alllangt nes með sæbröttum hömrum, einstök náttúruperla.
Úti fyrir nesinu standa sérkennilegir drangar í sjó, Stakkar. Fremsti hlutinn af nestánni, Stakkatorfa, hefur klofnað frá og eru þar göng undir sem hægt er að fara um á smábáti í
góðu veðri.
Á nesinu er merkt 7 km löng gönguleið þar sem gefur að líta sérstæða hella, dranga og
gatakletta ásamt fjölskrúðugu fuglalífi.