Veghandbókin mest selda bókin

Samkvæmt metsölulista Eymundsson fyrir vikuna 20. – 26. júní er Vegahandbókin mest selda íslenska bókin. Greinilegt er að sú nýjung að hafa kortabók með fellur notendum vel í geð. Allt í einni bók fyrir ferðmanninn, kort, fróðleikur um land og þjóð og hljóðbók. Nú er bara að tryggja sér eintak.

Veghandbókin í Kerlingarfjöllum

Vegahandbókin var í Kerlingarfjöllum í vikunni. Orðin sem bókin segir um svæðið standa fyllilega undir nafni: ,,Einn fegursti, fjölbreyttasti og svipmesti fjallaklasi landsins, með fagursköpuðum tindum, jöklum og stórkostlegum jarðhitasvæðum.“

Við fórum um  hina stórbrotnu Hveradali, sem er eitt alskelmmtilegasta háhitasvæði Íslands. Tindarnir Fannborg og Snækollur (1.477 m) voru klifnir en þar er í góðu skyggni útsýni til sjávar, bæði til suðurs og norðurs. Vatnajökull, Hofsjökull og Langjökull skörtuðu sínu fegursta. Á toppnum á Fannborg var 18 stiga hiti og logn. Að kvöldi var gengið ca. 1,5 km ævintýraleið frá skálunum inn með Ásgarðsánni að heitri laug. Þar er búningsaðstaða.

Tveggja nátta gisting í Kerlingarfjöllum gaf mikla ferðamöguleika. Ógleymanlegir dagar eru að baki. Við ráðleggjum ykkur að hafa flugnanet meðferðis.

Hetja í heimsókn

Sigurður Guðmundsson, 86 ára, hetjan frá bókmenntasýningunni í Frankfurt kom í heimsókn í morgun að hitta Óttar Sveinsson, sem skrifaði Útkallsbók um Goðafoss slysið. Bókaútgáfan Útkall og Vegahandbókin eru saman með glæsilega skrifstofu að Sundaborg 9.


Sigurður bræddi alla viðstadda í Frankfurt er hann hitti mann úr áhöfn kafbátssins sem sökkti Goðafossi 1944. Hann fékk Vegahandbók að gjöf enda á leið í Mývatnssveit á morgun með sinni spúsu. Hér er hann ásamt Hálfdani Örlyggsyni útgefanda Vegahandbókarinnar.
Sjá skemmtileg komment frá Sigurði á fesbókarsíðu útkalls bókaútgáfu

Tillögur að skemmtilegum ferðum

Til að auðvelda ferðalöngum lífið erum við að setja saman ferðatillögur sem hægt er að prenta út og taka með sér í ferðalagið.

Fyrsta tillagan er komin á netið.  Undir “Ferðir” hér til hliðar er hægt að smella á Borgarnes – Snæfellsnes – Stykkishólmur og fá tillögur að áningastöðum á þessari leið og fóðleik um staðina.

Fleiri ferðir koma inn á næstu vikum.

Frumkvöðull í heimsókn

Vegahandbókin hefur flutt skrifstsofu og lager í mjög góða aðstöðu í Sundaborg 9. Útsýni er ægifagurt yfir Viðey, Akrafjall og Esju.


Örlygur Hálfdanarson guðfaðir Vegahandbókarinnar kom í heimsókn í morgun og þá var þessari mynd smellt af honum fyrir utan skrifstofuna en hann er einmitt fæddur í Viðey.


Í baksýn er Costa Pacifica eitt af stóru skemmtaferaðskipum dagsins.

Kortabókin er málið !

Mikil ánægja er með þá nýjung að hafa Kortabók í  Vegahandbókinni.

Kortabókin auðveldar notkun bókarinnar, með henni fæst betri heildarsýn af svæðinu sem ferðast er um. Nú er allt í einni bók, ferðakort, staðarlýsingar, upplýsingar um þjónustustaði og þjóðsögur á CD – diski sem fylgir með.

Nýja Vegahandbókin komin í dreifingu

Nýja Vegahandbókin er komin úr prentun og hófst dreifing í verslanir í dag, fimmtudag og til bensínstöðva á morgun, föstudag.

Tilvalið að kippa nýju eintaki með í helgarferðina.

Nú er allt í einni bók þar sem kortabók í mælikvarðanum 1:500 000 fylgir með og auðveldar notkun Vegahandbókarinnar, gefur heildaryfirsýn yfir svæðið sem ferðast er um.