Vegahandbókin sannarlega á toppnum!

Vegahandbókin er svo sannarlega á toppnum ekki bara eins og sést í síðustu frétt heldur brá Vegahandbókin sér upp á topp Langjökuls í dag með 8×8.is

Veðuruguðirnir voru  í ,,essinu” sínu í dag, heiðskýr himinn og hiti. Útsýni var til Vatnajökuls, Vestmannaeyja, Snæfellsjökuls og Vestfjarða, gerist ekki betra.

Samferðamennirnir, sem voru frá hinum ýmsu löndum, voru yfir sig hrifnir og brostu allan hringinn, þegar komið var niður af jöklinum. Leiðsögn og ferðin í heild var mjög fagmannlega unnin.

Grétar Júlíus, einn ferðafélaginn er hér é toppnum með allt Suðurlandið í baksýn.

Vegahandbókin efst á sölulista í 4 vikur

Vegahandbókin er áfram í efsta sæti yfir íslenskar bækur á metsölulista Eymundsson fyrir vikuna 27. júní til 4. júlí.

Ánægjulegt hvað bókin nýtur mikilla vinsælda enda verið í fjölskyldubílnum hjá flestum Íslendingum í 40 ár. Kynslóðirnar eru aldar upp við að hafa bók í bílnum. Mikill fróðleikur um land og þjóð er í bókinni og kortabókin, það er heildarkort af Íslandi, hefur mælst einkar vel fyrir. Nú er allt í einni bók.

Bræðurnir Kristján Bjarni og Ingólfur Árni eru hér að skoða nýjustu Vegahandbókina. Kristján Bjarni fékk senda bók í vikunni þar sem mynd af honum var valin besta mynd vikunnar á fésbókarsíðu okkar. Hægt er að sjá meira um málið inn á fésbókinni undir Vegahandbókin.

Síðustu eintök Vegahandbókarinnar á ensku eru að klárast

Síðustu bækurna af Iceland Road Guide, enska útgáfan af Vegahandbókinni, komu til landsins í dag frá dreifingaaðila bókarinnar í Evrópu.

Hálfdan er hér að taka við síðasta kassunum sem fer i dreifingu í dag.

Byrjað verður að vinna við uppfærslu fyrir nýja enska útgáfu eftir sumarfrí.

Vegahandbókin er með’etta

Vegahandbókin er svo sannarlega ,,með’etta”, hún er þriðju vikuna í röð í efsta sæti á metsölulista hjá Eymundsson yfir mest seldu íslensku bækurnar. Bókin er full af fróðleik um land og þjóð, alveg ómissandi ferðafélagi.

Á bls. 342 í bókinni er fjallað um Þingeyrarkirkju í Húnavatnssýslu, myndin er af altari kirkjunnar. Vegahandbókin var á ferðinni í Húnavatnssýslu nú í vikunni og kom þar við. Ungur maður, Sigmar Valberg, fræddi okkur um sögu kirkjunnar á mjög skilmerkilegan máta.

Það vatki sérstaklega athygli okkar þegar við vorum á ferð um Húnavatnssýlsurnar hvað unga fólkið, sem er að vinna við ferðaþjónustu, var vel að sér og komu vel fyrir, þau eiga hrós skilið.

Vegahandbókin í jógagöngu

Vegahandbókin brá sér í jógagöngu í Viðey i góða veðrinu í gærkveldi.
Rúmlega 50 manns á öllum aldri nutu kvöldblíðunnar og huguðu að líkama og sál undir stjórn Ragnheiður Ýr jógakennari.

Hér er Jóna Birna í flottri stellingu í fallegu umhverfi.

Hægt er að fræðast um Viðey á bls. 500 í Vegahandbókinni og einnig á hér á vefnum.

Hvað get ég gert fyrir ykkur?

Vegahandbókin var á ferð um Húnavatnssýslur í vikunni og rakst á þennan flotta 8 ára strák hann Krisján, sem var snöggur að bjóða fram aðstoð sína og spurði “hvað get ég gert fyrir ykkur?”

Kristján selur andaregg og bauð okkur að skoða gistinguna, sem er í boði á bænum. Hann er góð fyrirmynd fyrir atvinnugreinina og á örugglega eftir að stand sig vel í framtíðinni.

Hér er hann með Unni Halldórsdóttur, formanni Ferðamálasamtaka Íslands.

Við erum líka á fésbókinni undir Vegahandbókin.

Vegahandbókin á Þórbergssetri

Vegahandbókin er á ferð um landið þessa dagana og kom við í Þórbergssetri að Hala í Suðursveit í gær í blíðskaparveðri. Umhverfi staðarins er magnað og andi skáldsins svífur yfir.

Þórbergssetur er sérstaklega skemmtilega hannað eins og sést á myndinni en það er reist til minningar um Þórberg Þórðarson rithöfund.

Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs. Þar er opið alla daga yfir sumarið og meðal annars boðið upp á veitingar beint frá býli.

Mikið fjölmenni í sumargöngunni í Viðey

Gönguferðin með Örlygi Hálfdanarsyni um Viðey var einkar vel heppnuð.


Rúmlega hundrað manns mættu og áttu yndislega kvöldstund í fallegu veðri í eyjunni.


Örlygur er manna fróðastur um sögu eyjarinnar og sagði skemmtilega frá mannlífinu á síðustu öld þegar allt að 300 manns bjuggu í eyjunni þegar mest var.

Lifandi leiðsögn – Sumarganga um Viðey með Örlygi Hálfdanarsyni

Í dag býðst gestum tækifæri á að kynna sér sögu Viðeyjar í sérstakri sumargöngu. Örlygur Hálfdanarson, frumkvöðull Vegahandbókarinnar, mun leiða gönguna.

Örlygur er fæddur og uppalinn í Viðey og þekkir eyjuna gerst manna. Frásögn hans er fræðandi og skemmtileg og alltaf stutt í kímnina hjá þessum sagnameistara. Saga Viðeyjar er merk og spannar allt frá landnámstíð til dagsins í dag og þar hafa búið menn sem hafa haft mikil áhrif á sögu Reykjavíkur.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Ferðir frá Skarfabakka eru í dag kl. 18:15 og 19:15. Síðasta ferjan fer úr Viðey kl. 22:00. Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn 7-15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.  Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.