Brúarfoss


Vegahandbókin var á ferð í Bláskógabyggð um helgina og tók þessa fallegu mynd af Brúarfoss sem er skammt frá Brekkuskógi.
Þó veðrið sé fallegt er haustið er að nálgast og aðeins kul komið í loftið. Ferðamenn er enn á ferð og stórt skemmtiferðaksip, AIDA er að sigla inn í Sundahöfn þessa stundina en við erum svo heppinn að hafa útsýni úr skrifstofunni yfir hafnarsvæðið og Viðey.

Embla Karen á forsíðu Vegahandbókarinnar

Forsíðumyndin á Vegahandbókinni hefur vakið mikla athygli. Það var Ragnar Th ljósmyndari sem tók þá mynd af Emblu Karenu, 7 ára hnátu. Kápumyndina má sjá hér til hægri á síðunni.

Embla Karen er ömmustelpa Jóhönnu Þorvalsdóttur, sem hefur barist ötullega fyrir íslenska geitafjárstofninum og býr á Háafelli í Hvítársíðu í Borgarfirði. Í júlí var opnað Geitafjársetur að Háaafelli, sem opið er fyrir gesti og gangandi.

Þessa skemmtilegu mynd af Emblu Karenu sendi amma hennar okkur í dag, en Embla Karen er mikil geitakona.