Norðurljósadans

Tími Norðurljósanna er runninn upp. Frá september fram í apríl má vænta þess að sjá Norðuljós dansa um himinhvolfið á heiðskírum kvöldum.

Vísindamenn tala um að aðstæður séu þannig að Norðurljósin sjáist sérstaklega vel á norðurhveli jarðar árið 2013.

Margar ferðaskrifstofur bjóða upp á sérstakar kvöldferðir þar sem ekið er út úr ljósmengun og hægt að njóta ljósanna í allri sinni dýrð.

Þessa mynd fengum við senda frá Extreme Iceland. Á bls. 480 í Vegahandbókinni eru frekari upplýsingar um Norðuljósin. Hægt er að skoða bókina með því að smella á “Lesa bókina á netinu” sem er efst til hægri á þessari síðu.