Skráð á steininn

Vegahandbókin ferðaðist víða um landið síðastliðið sumar og kom meðal annars við í Þingeyrarkirkju í Húnavatnssýslu.
Kirkjan á sér merka sögu sem hægt er að lesa um á bls. 342 í Vegahandbókinni. Hægt er að lesa bókina hér á síðunni með  því að ýta á “Lesa bókina á netinu hér” uppi í hægra horninu.
Það sem vakti athygli okkar var fjörugrjótið í kirkjugarðinum sem eru notaðir sem legsteinar. Passar vel að skrá síðustu kveðjuna í stein.

Vegahandbókin á Vestnorden ferðakaupstefnunni

Vestnorden ferðakaupstefnan var sett í Hörpu í dag. Íslensk, Færeysk og Grænlensk ferðaþjónustufyrirtæki kynna þar vörur sínar fyrir erlendum ferðaskirfstofum, sem koma alls staðar að úr heiminum. Alls eru um 600 manns á ráðstefnunni.
Vegahandbókin er þar að kynna bókina sem gefin er út á þremur tungumálun íslensku, ensku og þýsku. Auk bókanna er Vegahandbókin að kynna nýtt ferðakort með  ýmsum nýjungum sem nýtast ferðamönnum mjög vel og hefur kortið vakið mikla athygli meðal erlendu ferðaskrifstofuaðilana.
Hálfdan Örlygsson og Þórdís Guðrún Arthursdóttir kynna vörur Vegahandbókarinnar á sýningunni.