Hver ársstíð með sinn sjarma

Landið okkar býr yfir miklum töfrum og fjölbreytileika. Flestir ferðast á sumrin en veturinn er ekki síðri til ferðalaga. Að vísu þarf að vera vel útbúinn í samræmi við veður og færð. Ekki  má gleyma að hafa Vegahandbókina með.
Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi hafa opnað heimasíðu þar sem vetrarferðamennska er sérstaklega kynnt. Síðan er á ensku, vel upp sett og hjálpleg fyrir ferðamenn. Flott hjá Sunnlendingum.