Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Vegahandbókin óskar öllum landsmönnum Gleiðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Jólamyndin í ár er af kirkjunni í Neskaupsstað. en Óttar Sveinsson rithöfundar tók þessa mynd er hann var þar á ferð fyrir skömmu að lesa úr Útkallsbók sinni “Sonur þinn er á lífi”.

Bókin fjallar um snjóflóðin sem féllu á Neskaupsstað skömmu fyrir jólin 1974 og hefur henni verið mjög vel tekið.

Vegahandbókin í jólapakkann

Vegahandbókin er alveg tilvalin í jólapakkann fyrir þá sem vilja fræðast meira um land og þjóð og hver vill það ekki?

Bókin hefur komið út í 40 ár og nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda, kynslóðir eru aldar upp við að hafa bókina í bílnum. Því ekki að lauma Vegahandbókinni undir jólatréð og nota jólafríið til að skipuleggja ferðalag fjölskyldunnar um landið í sumar.

Lagersala í Sundaborg 1 í dag – jólagjafir fyrir stóra og smáa

LAGERSALA verður í dag frá kl. 16:00 og fram eftir kvöldi að Sundaborg 1 ( við hliðan á Arka).

JÓLAGJAFIR fyrir stóra og smá á góðu verði, bækur, dót og ýmiss konar spil.

Vegahandbókin, stjörnuspekibækur Gunnlaugs Guðmundssonar og flestallar hinar vinsælu Útkallsbóka, sem eru nú orðnar 19 talsins, verða til sölu. Óttar Sveinsson höfundur bókann verður á staðnum og áritar bækurnar, tilvalið að ná sér í eldri bækur ef vantar í safnið.

Ýmislegt er að finna fyrir jólasveinana til að setja í skóinn svo sem DODDABÆKURNAR og DVD og ýmsar góðar barnabækur.

Góð verð á frábærum vörum. Verið velkomin í Sundaborgina.