Nýtt ár – nýir áfangastaðir

Nýja árið er gengið í garð með nýjum fyrirheitum, væntingum og vonum.
Þetta par, sem Ragnar Th Sigurðsson ljósmyndari rakst á í Bláa lóninu, er ef til vill að planleggja hvert á að fara næsta sumar um leið og þau láta fara vel um sig í fyrstu sólargeislum ársins.
Við hjá Vegahandbókinni erum nú að vinna við uppfærslu á ensku útgáfunni sem kemur út í vor. Miklar breytingar eru á hverju ári, aukið framboð á þjónustu, aðrir staðir að hætta rekstri og nýir áfangastaðir bætast við. Við fylgjumst með bætum og breytum svo ferðalagið ykkar verði sem ánægjulegast.