Nýtt hótel skammt frá höfuðborgarsvæðinu

Vegahandbókin heimsótti ION-hótelið nýja við Nesjavelli nýlega – þar er einstaklega gott að vera.
Umhverfisvænar lausnir og hugvitssamleg nýting á náttúrulegum efnum eru grundvallarþættir í hönnun og byggingu hótelsins.
Orkuveita Reykjavíkur hefur skipulagt útivistarsvæði á jörðum sínum á Hengilssvæðinu. Á Nesjavöllum er merktur stígur þar sem fræðast má um jarðfræði, sögu og menningarminjar á svæðinu.

Grýla fylgist með norðurljósunum yfir Fossatúni

Grýla situr með pottinn milli fóta sér og horfir á norðurljósin í Tröllagarðinum í Fossatúni í Borgarfirði. Hún minnist gamalla tíma þegar tröllin voru ein á Íslandi.
Tröllagarðurinn í Fossatúni býður upp á skemmtilega möguleika til myndatöku ekki síst við aðstæður eins og þessar. Olgeir Andrésson ljósmyndari tók þessa flottu mynd af Grýlu.
Hægt er að lesa meira um Fossatún á bls 229 í Vegahandbókinni.

Ný sýning í Snorrastofu í Reykholti


Snorrastofa í Reykholti er reist til heiðurs sagnaritaranum, fræðimanninum og höfðingjanum Snorra Sturlusyni. Hún veitir ferðamönnum þjónustu og fræðslu í Gestastofu, sem er á jarðhæð Reykholtskirkju – Snorrastofu.
Ný sýning var opnuð um miðjan mars sem ber heitið Snorra saga Sturlusonar. Boðið er upp á kynningar um miðaldir, Snorra og Reykholt. Í Snorrastofu er rekin verslun með bókum, hljómdiskum og íslensku handverki.