Jóga í Húsadal á Jónsmessu

Vegahandbókin brá sér í Jónsmessugöngu yfir Fimmvörðuháls um helgina.
Að lokinni göngu var komið við hjá Volcano huts í Húsadal í Þórsmörk. Aðstaðan þar er sérstaklega góð, boðið er upp á ýmiss konar gistingu, tjaldsvæði, litla skála og uppbúin rúm. Í velbúnum veitingasalnum er boðið upp á hlaðborð, sem var vel þegið eftir Fimmvörðuhálsinn.
Eftir erfiða göngu er einstakt er að fara í jóga við hliðina á heitri laug þar sem er einnig gufubað í “kósí-stórri-tunnu”.

Rómantískt kaffihús á Rifi á Snæfellsnesi

Vegahandbókin var á ferð um Snæfellsnesið í vikunni og kom meðal annars við á kaffihúsinu Gamla Rif sem er rómantískt kaffihús í elsta húsinu á Rifi í Snæfellsbæ. Boðið er upp á gæða fiskisúpu og brauð auk heimabakaðs gómsætis.
Á Rifi er mjög góð fiskihöfn og eru íbúar staðarins um 160.
Í Rifi drápu enskir ofbeldismenn Björn hirðstjóra Þorleifsson 1467 en Ólöf ekkja hans á Skarði hefndi hans greipilega. Enn sést steinninn þar sem Björn var veginn, Björnssteinn.