Ævintýraferð með Sögu og Jökli um Vesturlands

Á níu stöðum á Vesturlandi er börnum og fjölskyldum boðið upp á alls kyns ævintýri með tveimur skemmtilegum persónum, þeim Sögu og Jökli. Hægt er að fara inn á www.vesturland.is ,hlaða þar niður smáforriti fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu og nálgast þannig sögur og ratleiki þar sem þessar sögupersónur eru í aðalhlutverki.
Saga er níu ára stelpa, sem ferðast mikið um landið með foreldrum sínum. Eitt sinn þegar þau voru á ferðalagi, birtist allt í einu álfastrákurinn Jökull og síðan hafa þau tvö lent í ýmsum ævintýrum saman víðsvegar um Vesturland. Þegar forritinu hefur verið hlaðið niður í símann eða spjaldtölvuna er hægt að velja þá staði þar sem þau Sögu og Jökul er að finna, hlusta á sögurnar og fara í spennandi ratleiki á hverjum og einum stað þegar þangað er komið.
Ratleikir Sögu og Jökuls eru á eftirfarandi stöðum; á Gljúfrasteini í Mosfellsdal, Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, í Edduveröld og Landnámssetrinu í Borgarnesi, Reykholti í Borgarfirði, Eiríksstöðum í Haukadal, hjá Sæferðum í Stykkishólmi og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli.