Akureyrarvaka

Akureyrarvaka er bæjarhátíð sem haldin er 30. ágúst til 1. september í tilefni afmælis Akureyrarbæjar, 29. ágúst. Akureyrarvaka er sett í Lystigarðinum á föstudagskvöldinu í rökkurró og að þessu sinni verður boðið upp á suðræna og seiðandi stemningu. Veðurspáin gefur að vísu ekki tilefni til suðrænnar stemningar á laugardaginn en þá er bara að klæða sig eftir veðri.

Þema Akureyrarvöku þetta árið er fjölmenning en rúmlega sextíu þjóðerni byggja bæinn og mun fjölmenning verða rauður þráður í gegnum alla dagskrána. Meðal dagskrárliða verður Retro Stefson karnival í Gilinu, alþjóðlegt eldhús í Hofi, heimstónleikar á Ráðhústorgi, Draugaslóð í Innbænum, suðræn og seiðandi Rökkurró í Lystigarðinum, vísindasetur í Rósenborg, útimarkaðir og fleira.

Dagsrkána má nálgast á vefnum visitakureyri.is.
Myndina tók Auðunn Níelsson á Akureyrarvöku í fyrra.

Menningarnótt – Gakktu í bæinn

Menningarnótt í Reykjavík verður haldin í átjánda sinn laugardaginn 24. ágúst. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum eða söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.

Menningarnótt markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar söfn, leikhús og aðrar menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Hún er fastur liður í viðburðavertíð borgarinnar, haldin seinnipart ágúst hvert ár. Markmið Menningarnætur er að hvetja til menningarþátttöku með því að reiða fram fjölbreytt og ríkulegt framboð af menningarviðburðum sem gefur breiðum hópi fólks færi á að smakka á því sem koma skal og láta koma sér á óvart.

Veðurspáin gerir ráð fyrir rigningu en þá er bara að klæða sig eftir veðri og njóta fjölbreyttrar dagskrár með 600 viðburðum. Myndin er frá Menningarnótt í fyrra en þá var “sumar og sól”.

Danskir dagar í Stykkishólmi

Bæjarhátíðin Danskir dagar verður haldin í Stykkishólmi dagana 16. – 18. ágúst. Hátíðin er með elstu bæjarhátíðum landsins. Nafnið kemur til af því að Stykkishólmur var talin vera mjög danskur bær og sagt var að “om söndagen taler de dansk”.
Fjöldi viðburða og skemmtilegar uppákomur verða fyrir alla fjölskylduna. Dagkrána má sjá hér.

Dalvík – safn um Jóhann risa

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli var haldin á Dalvík í þrettánda sinn 10 ágúst síðastliðin og tókst hátíðin vel í alla staði.
Frá upphafi hefur markmið hátíðarinnar verið að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtan á hátíðarsvæðinu ókeypis.
Dalvík býður upp á ýmsa aðra afþreyingu og meðal annars að eitt herbergið á Byggaðsafninu Hvoli tileinkað Jóhanni Svarfdæling eða Jóhanni risa eins og hann var nefndur. Jóhann er stærsti Íslendingur sem verið hefur, var alls 2,34 m hár. Hann fæddist árið 1913, hann átti erfitt með að fá vinnu og fór því erlendis og vann við það að sýna sig í fjölleikahúsum. Jóhann lést á Dalvík 1984.


Skiltið á myndinn er við aðalgötuna í Dalvík og er myndin í fullri stærð Jóhanns.