Aðventustemning á Akureyri

Tilvalið að skella sér til Akureyrar og upplifa einstaka aðventustemningu í höfuðstað Norðurlands. Bærinn er ætíð fallega skreyttur. Jólaljósin með kirkjutröppunum og jólastjarnarn fyrir framan Hótel KEA vekja upp gamlar og góðar minningar hjá þeim sem hafa einhvern tíma búið á Akureyri. Heitt súkkulaði og smákökur, jólamarkaður, listsýningar, jólalög og fallega skreytta búðir með jólavarning skapa einstaka aðventustemningu sem vert er að upplifa.
Jólahúsið við Hrafnagil er heill ævintýraheimur, þar er jólasveinaþvottur á snúrum, jólailmur í loftinu og allt sem tengist jólaskrauti er þar til sölu. Garðurinn umhverfis er sérlega barnvænn og stundum er boðið þar upp á heitt súkkulaði við kertaljós úti í snjónum
Á heimasíðunni visitakureyri.is eru greinagóðar upplýsingar um viðburði á Akureyri.

Falleg vetrarmynd frá Reyðarfirði

Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða um 30 km langur. Um 1150 manns búa á Reyðarfirði sem nú er hluti Fjarðabyggðar. Staðurinn
var áður nefndur
Búðareyri.
Höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Austurlandi eru á Reyðarfirði og um bæinn liggja krossgötur til Héraðs og hinna fjarðanna í sveitafélaginu Fjarðabyggð.
Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði
geymir minjar tengdar
seinni heimsstyrjöldinni og
veru erlends herliðs hér á landi. Þar voru, meðan
mest lét, 1200 hermenn í 300 manna þorpi.
Hugmyndir hafa komið fram um að Smyril line sigli til Reyðarfjarðar í stað Seyðisfjarðar þar sem samgöngur yfir Fjarðarheiði geta verið erfiðar yfir vetrartímann. Ekkert er þó ákveðið i þeim efnum.

Hvalsneskirkja – dulinn kraftur

Hvalsneskirkja
var reist úr höggnum
steini á árunum 1886 – 1887.
Þar var
Hallgrímur
Pétursson
prestur
um skeið. Legsteinn
Steinunnar
dóttur Hallgríms
er í kirkjugarðinum, talinn hogginn
af honum sjálfum. Steinunn var 4 ára þegar hún lést.
Dulinn
kraftur er
talinn vera í steininum
.
Altaristaflan er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni máluð af Sigurði Guðmundssyni árið 1886 og sýnir hún upprisuna.
Hvalsnes er skammt sunnan við Sandgerði. Þessi fallega mynd af kirkjunni er frá Markaðsstofu Reykjaness.