Jólakveðja frá Vegahandbókinni

Vegahandbókin óskar landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar samfylgdina síðastliðin 40 ár.
Við fögnum nýju ári með snjallsímaútgáfu af Vegahandbókinni og nýuppfærðri útgáfu af hinni sívinsælu Vegahandbók ásamt nýju Ferðakorti í mælikvarðanum 1:500 000.
Þessa fallegu mynd af Norðfjarðarkirkju tók liðsmaður okkar Óttar Sveinsson.

Jólasveinarnir á ferð í Dimmuborgum

Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru engir venjulegir jólasveinar. Foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði eru það gömul að Grýlu er getið í Eddu Snorra Sturlusonar.
Jólasveinarnir eru höfðingjar heim að sækja og taka þeir á móti gestum alla daga í desemeber á Hallarflötinni í Dimmuborgum milli kl. 13:00 og 15:00. Þeir eru alveg sérstaklega ánægðir að fá barnafjölskyldur í heimsókn.
Hið árlega jólabað jólasveinanna fer fram í Jarðböðunum í Mývatnssveit og byrjar það hálfum mánuði fyrir jól. Jólasveinarnir eru nú misánægðir með jólabaðið en það getur verið hin besta skemmtun að taka þátt í því með þeim.
Mjög margt er í boði í Mývatnssveit á aðventunni og er hægt að fræðast meira um það á heimsaíðunni þeirra, visitmyvant.is