Magnað myrkur í Reykjavík

Vetrarhátíð verður haldin í Reykjavík dagna 6.-15. febrúar. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, þar sem leikið sér er með samspil ljóss og myrkurs og yfirskriftin er Magnað myrkur!
Ljósalistaverk eftir innlenda og erlenda listamenn verða tendruð og ljósaviðburðir munu eiga sér stað um alla borg og verða byggingar og almenningsrými lýst upp með fjölbreyttum hætti. Jón Gnarr, borgarstjóri, mun setja Vetrarhátíð með því að tendra 10 ljósaverk samtímis fimmtudagskvöldið 6. febrúar kl. 19.30 í garði Listasafns Einars Jónssonar.
Meginstoðir Vetrarhátíðar 2014 verða Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalistaverk en aðrir skemmtilegir viðburðir hátíðarinnar eru tónleikarnir Denver Calling Reykjavík, snjóskurður, heimsdagur barna og ráðstefna.
Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardögum, frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni vetrarhatid.is
Myndin er frá Vetrarhátíðinni í fyrra tekin af Ragnari Th Sigurðssyni.

Éljagangur á Akureyri

Éljagangur verður haldinn fjórða árið í röð á Akureyri, helgina 13. – 16. febrúar 2014.
Markmið hátíðarinnar er að kynna fjölbreytni í vetrarútivist fyrir íbúum bæjarins og ferðafólki, fá fólk til að taka þátt og njóta vetrarútivistar og menningar á þessum kalda og dimma tíma ársins.

Allt sem tengist vetraríþróttum verður á dagskrá:
Snjóbretti og skíði, snjósleðaspyrna, hestaíþróttir, hundasleðar, ískross, gönguskíði og kósíkvöld. Allt sem hugurinn girnist á frábærri vetrarhátíð á Akureyri.
Á Éljagangi verður haldið námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni um “Hraðasta mann Íslands”, sem fer fram í Hlíðarfjalli í mars. Sportið heitir Speed Skiing á ensku og er hraðasta “óvélknúna” íþrótt í heimi og snýst um það að fara á sem mestum hraða niður 1km kafla.
Frekari upplýsingar um Éljagang er að finna á heimasíðu þeirra eljagangur.is.

Gullfoss í klakaböndum

Þessi fallega mynd af Gullfossi var tekin fyrir nokkrum dögum og sést vel hversu mikill snjór og hálka er á svæðinu. Mikilvægt er að hálkuverja svæðið svo ekki hljótist af fleiri slys en nú þegar hafa orðið.
Gullfoss
í Hvítá, einn af fegurstu
fossum
landsins
,
um 32 m hár í tveimur
þrepum.
Gljúfrið fyrir
neðan
Gullfoss
um 70 m djúpt og 2500 m langt,
stórfellt
og fagurt.
Fossinn
er nú ríkiseign.
Við fossinn er ferðamannaverslun.

Skíðasvæði víða um land

Nýja árið heilsar með miklum snjóalögum um norðan- og austanvert landið. Nokkur góð skíðasvæði eru á landinu svo sem á Ísafirði, í Tindastóli við Sauðárkrók, í Hliðarafjalli við Akureyri, Skarðið á Siglufirði, í Böggvistaðafjalli við Dalvík, Stallar við Húsavík, í Stafdal við Seyðisfjörð og í Oddskarði milli Eskifjarðar og Neskaupsstaðar. Auk þessa staða eru Bláfjöll og Skálafell í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Þessi mynd er tekin á skíðasvæðinu á Ísafirði. Skíðasvæðin þar eru tvö; Tungudalur og Seljalandsdalur í Skutulsfirði. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur og þrjár afkastamiklar lyftur, en á Seljalandsdal eru troðnar göngubrautir.
Nú er bara að vona að verðurguðirnir verði skíðamönnum hliðhollir á næstu vikum og mánuðum.