Staður vikunnar: Reykjavík – Food & fun

Matarhátíðin Food & Fun, er nú haldin í 13. sinn í Reykjavík og stendur til 1. mars.
Fjölmargir þekktir erlendir matreiðslumenn koma á hátíðina til að sýna hæfileika sína fyrir íslenskum matgæðingum á helstu veitingahúsum Reykjavíkur. Hátíðinni lýkur síðan með keppni um Food & Fun Chef Of The Year í Hörpunni laugardaginn 1. mars
Upplýsingar um veitingastaðina, matreiðslumeistarana og fleira má finna á vefsíðu hátíðarinnar
Nú er tækifærið að fara út að borða og njóta dýrindis matar frá færustu kokkum heims á viðráðanlegu verði.

Seljalandsfoss í febrúar

Seljalandsfoss, 60 m, einn hæsti og fegursti foss landsins, er í
Seljalandsá,
skammt sunnan Gljúfurár.
Klettarnir sem Seljalandsfoss
fellur fram af eru gamlir sjávarklettar.
Gengt er bak við fossinn og
göngubrú er á gömlu brúarstæði yfir ána við fossinn. Fossinn er flóðlýstur
á kvöldin.

Eyjafjallajökull er í bakgrunni myndarinnar sem var tekin af Óttari Sveinssyni um miðjan febrúar.

Dyrhólaey – náttúruundur

Eitt af náttúruundrum landsins er Dyrhólaey á suðurströnd landsins nálægt Vík.
Í Vegahandbókinni má lesa eftrifarandi: Dyrhólaey, einstakur höfði, 110 –120 m hár, með þverhníptu standbergi í
sjó og að vestan, en meira aflíðandi og grasbrekkur að norðan
. Suður úr
henni klettatangi, Tóin, með gati í gegn, dyrunum sem eyjan ber nafn af,
Dyrhólaey. Margir drangar í sjó, allir friðýstir. Einn þeirra, Háidrangur,
var klifin 1983 af Hjalta Jónssyni. Vestan undir henni er Dyrhólahöfn,
þar var útræði fyrrum. Friðland. Viti.
Myndin er úr safni Markaðsstofu Suðurlands.