Staður vikunnar – Suðurland

Frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. verður helstu leyndardómum Suðurlands komið á framfæri þar sem mat – menningu- og sögu svæðisins verða gerð góð skil.
Markmiðið er að kynna sem mest af Suðurlandi og hvetja gesti til að heimsækja Suðurland.
Dæmi um atburði þessa daga gætu verið tilboð á veitingastöðum, tveir fyrir einn í gistingu, ókeypis í sund, listsýningar, tónleikar, skemmtanir, tilboð á sunnlenskum vörum, lengdur opnunartími verslana, tilboð í afþreyingu, opin hús víða í fjórðungnum og fleira og fleira.
Verkefnið er með sérstaka fésbókarsíðu, „Leyndardómar Suðurlands“ þar sem upplýsingar um verkefnið koma reglulega inn.

Staður vikunnar – Jarðböðin við Mývatn

Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða).
Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott.
Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamennog opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu.
Jarðböðin eru opin allt árið og hvað er notalegra en að láta heitt hveravatnið leika um sig og njóta dans Norðurljósanna?

Staður vikunnar: Grundarfjörður – fjölskylduupplifun

Yfir vetrartímann býður Láki Tours í Grundarfirði upp á fjölbreyttar og mjög áhugaverðar siglingar. Meðal annars er siglt að brúnni yfir Kolgrafarfjörð þar sem stórar síldargöngur hafa gengið inn fjörðinn undanfarið. Í þessum ferðum er hægt að koma á auga á örn, seli og fjöldannn allan af sjófuglum.
Hvalaskoðun og sjóstöng er líka í boði. Þetta eru upplagðar ferðir fyrir alla fjölskylduna.
Láki er gamall uppgerður eikarbátur sem henta sérstaklega vel í svona ferðir. Hægt er að fræðast meira um ferðirnar á heimasíðu lakitours.com