Staður vikunnar – Vík í Mýrdal

Mikill fjöldi ferðamanna hefur viðkomu í Vík allt árið um kring enda er nátt­úrufegurð rómuð og veðurfar milt. Stórt kríu­varp er í austurhluta Víkur og í Reynisfjalli vestan Víkur er fjöldi fuglategunda, þar á meðal lundi, fýll, svartfugl og rita. Svæðið er því kjörið til náttúruskoðunar og margar skemmti­legar gönguleiðir eru í Vík og nágrenni.
Í Bryde­búð, sem er að stofni til frá 1831, eru upplýsingamiðstöð, kaffi­hús og sýningar um mann­líf, náttúrufar og skipsströnd við suður­ströndina. Góður 9 holu golfvöllur er í Vík.
Kirkja var reist í kauptúninu á árunum 1931-1934 og tekur hún um 200 manns í sæti. Þessi fallega mynd af Vík fengum við frá Markaðsstofu Suðurlands.

Staður vikunnar – Hallgrímskirkja í Reykjavík

Hallgrímskirkja er kennd við prestinn og skáldið Hallgrím Pétursson (1614-1674), sem kunnur er fyrir Passíusálmana. Kirkjan stendur efst á Skólavörðuholtinu með 73 m háan turn, sem gerir hana að mest áberandi mannvirki borgarinnar og þar með eitt aðalkennileiti hennar. Útsýni er frábært úr turninum á góðum degi. Gjald er tekið fyrir notkun lyftunnar í turninum.
Þekktastur er séra Hallgrímur fyrir Passíusálma sína, fimmtíu að tölu, sem eru íhugun á píslarsögu Jesú Krists. Bænavers úr þeim hafa fylgt íslensku þjóðinni frá vöggu til grafar um aldir og eru lesnir á hverri föstu í íslenska ríkisútvarpið.
Passíusálmarnir hafa verið þýddir á fjölmörg tungumál svo sem dönsku, norsku, ensku, þýsku, hollensku, ungversku og ítölsku og hluti þeirra á kínversku.

Staður vikunnar – Ísafjörður – Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar verður haldin á Ísafirði dagana 18. og 19. apríl, á Skírdag og Föstudaginn langa.
Hugmyndin að hátíðinni kviknaði meðal þeirra feðga Mugison og Papamug sumarð 2003. Í dag er þetta með vinsælustu tónlistarhátíðum landsins. Færri tónlistarmenn komast að en vilja og frítt er inn á alla viðburði og starfsfólk hátíðarinnar er allt sjálboðaliðar.
Ísafjörður iðar af lífi þessa daga og því vissar að verða sér út um far og gistingu áður en allt verður uppbókað. Hægt er að fræðast meira um hátíðin á aldrei.is

Staður vikunnar – Seyðisfjörður

Smyril line hefur verið með siglingar milli Danmörkur, Færeyja og Seyðisfjarðar í rúm 30 ár. Silgt er allt árið og kemur skipið vikulega til Seyðisfjarðar. Sumartraffíkin er byrjuð og í þessari viku komu 300 manns með ferjunni. Skipið getur tekið um 1.500 farþega og 800 bíla.
Fjarða best af Guði gjörður orti skáldið Karl Finnbogason um Seyðisfjörð þar sem gömul timburhús kúra í skjóli hárra og formfagurra fjalla. Frá náttúrunnar hendi er hafnaraðstaðan í firðinum einstök og hefur hún gert Seyðisfjörð að mikilvægri samgönguæð allt frá aldamótunum 1901 til dagsins í dag. Litrík, norskættuð timburhúsin frá fyrstu áratugum 20. aldarinnar gera Seyðisfjörð einstakan meðal bæja á Íslandi.
Lista- og menningarstarfsemi er blómleg í bænum, sérstaklega yfir sumartímann.