Staður vikunnar – Breiðafjarðareyjar

Breiðafjörðurinn er þekktur fyrir eyjarnar óteljandi, einstaka náttúrufegurð, fjölbreytt fuglalíf og söguslóðir.

Breiðafjörðurinn er hrein fuglaparadís og frábær staður fyrir áhugamenn um fuglaskoðun og nú er einmitt varptíminn að byrja.

Sæferðir bjóða upp á ýmiskonar útsýnisferðir um þetta fallega svæði og gefst farþegum tækifæri til að skoða náttúru og fugla svæðisins í návígi og smakka hráa hörpuskel beint af hafsbotni!

Staður vikunnar – Reykjanesviti

Reykjanesviti er á syðst á Reykjanesi, beygt út af vegi 425. Núverandi viti var reistur 1907. Hann er 31m hár og stendur á 22m háum stalli.

Nágrenni vitans leynir á sér, fjölbreytileiki náttúrunnar og útsýni er einstakt.

Mjög mikill jarð­hiti, brenni­­steins– og leir­hver­ir eru á svæðinu, kunn­ast­ur hver Gunnuhver, kenndur við konu er gekk aft­ur og sótti á fólk og fén­að.

Skammt und­an landi er mó­bergs­drang­ur 51m hár, heit­ir Karl, af hon­um brotn­aði vet­ur­inn 1969–70.

Staður vikunnar – Skrímslasetrið á Bíldudal

Á Bíldudal er mjög áhugavert Skrímslasetur. Þar er haldið utanum þær skrímslasögur sem til eru úr Arnarfirði og skráðar nýjar sögur sem berast.

Þessar sögur eru hluti af menningararfi okkar sem við eigum að varðveita.

Skemmtileg umgjörð sýningarinnar hefur vakið hrifningu gesta og komið skemmtilega á óvart. Safnið er í gömlu iðnaðarhúsnæði, þar sem Bíldudals grænar baunir voru áður framleiddar, margir Íslendingar kannast við þær.

Í Skrímslasetrinu er margmiðlunarborð sem var tilnefnt til Markaðsverðlauna ÍMARK 2010 og fyrr á þessu ári var setrið tilnefnt til Eyrarósarinnar sem við­ur­kenn­ingar til framúrsk­ar­andi menn­ing­ar­verk­efna á landsbyggðinni.

Nú er bara að skella sér á skrímslaslóðir.