Staður vikunnar – Strákar á Selöldu

Selalda er forn eldstöð skammt frá Krýsuvíkurbergi. Veðursorfni móbergshyrggurinn á myndinni heitir Strákar.

Hleðslurnar undir Strák eru það sem eftir er af útihúsi sem tilheyrði bænum Fitjum. Sunnan við Stráka, ekki langt frá, eru tóftir bæjarins.

Í nágrenninu er að finna ýmsa skemmtilega skúlptúra og kynjamyndir.

Til að sjá Stráka er ekið út af Suðurstrandavegi vegslóða í átt að krýsuvíkurbergi.

Ný útgáfa af Vegahandbókinni – frí snjallsímaútgáfa fylgir með

Hin sívinsæla Vegahandók, sem hefur verið ferðafélagi Íslendinga í rúm 40 ár er komin út. Vegahandbókin er nú komin í snjallasímaútgáfu (app) fyrir síma og spjaldtölvur (iOS og Android). Með hverri bók fylgir aðgangskóði sem veitir aðgang að snjallsímaútgáfunni. Hér er hægt að sjá hvernig snjallsímaútgáfan virkar.

Bókin er með nýjustu upplýsingum um vegakerfið og ferðaþjónustu á landinu öllu. Sérstök kortabók fylgir og með QR kóðum er hægt að fá gagnlegar upplýsingar svo sem um áætlun ferja, veður og færð.

Boðið er upp á að hlusta á fjöldann allan af lesnum þjóðsögum neð því að skanna QR kóða og einnig er stór kafli í bókinni tileinkaður lífi Fjalla-Eyvindar, konungi íslenskra öræfa og jökla.

Vegahandbókin og einnig ferðakort Vegahandbókarinnar í mælikvaðraðnum 1:500 0000, sem til er á sex tungumálum, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og kínverksu fást í bókabúðum um land allt og á flestum upplýsingamiðstöðvum.