Staður vikunnar – Dettifoss

Almannavarnir hafa lokað leiðum á hálendinu Norðausturlands, norðan Dyngjufjalla. Einnig nokkrum leiðum upp úr Bárðardal og við Grænavatn. Vegurinn vestan við Dettifoss er einnig lokaður.
Dettifoss er mest­ur og hrika­leg­ast­ur ís­lenskra fossa og með afl­mestu foss­um í Evr­ópu. Hann er tal­inn 44 m hár og skelf­ur berg­ið af átök­um hans. Um­hverf­is grjót og auðn­ir. Hættta er á að ásýnd fossins breytist ef flóð verður af völdum goss í Bárðarbungu.
Dettifoss hefur verið innblástur margra skálda.

Staður vikunnar – Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi

Bjarnarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi er þekkt fyrir hákarlaverkun og Hákarlasafn, sem gaman er að heimsækja.
Hákarlsverkunin hefur verið í fjölskyldunni í margar kynslóðir og á safninu er sagt frá sögu, veiðum og verkun hákarlsins og geta gestir gengið upp að hákarlahjallinum þar sem hægt er að sjá girnilegan hákarl í verkun. Hægt að koma við og kaupa hákarl og harðfisk.
Á Bjarnarhöfn er falleg litil kirkja sem var byggð 1856. Kirkja hefur verið á staðnum allt frá 12. öld. Altaristaflan er hið mesta listaverk talin vera frá
1640. Hún er áheitagjöf frá hollenskum sjómönnum sem stunduðu fiskveiðar við landið á 17. öld.