Staður vikunnar – Látrabjarg

Látrabjarg er vestasti oddi Íslands og þar með Evrópu, ef Grænland og Azoreyjar eru ekki talin með.

Látrabjarg er 14 kílómetrar að lengd og allt að 441 metra hátt. Vestari hluti Látrabjargs er að verulegu leyti lóðrétt standberg frá bjargbrún til sjávar. Vissara að fara með gát.

Látrabjarg er stærsta sjávarbjarg landsins og eitt þéttsetnasta fuglabjarg heims og iðar allt af fugli framan af sumri, hver snös og stallur er setinn svo sem raðað er í jötu. Í bjarginu er stærsta álkubyggð í heimi og þar verpa um tíu sjófuglategundir og algengastar eru álka, langvía, stuttnefja, rita, fýll og lundi.

Látrabjarg er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum.

Staður vikunnar – Þorvaldseyri undir Eyjafjallajökli

Bærinn Þorvaldseyri kom mikið við sögu í Eyjafjallagosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi í mars 2010 og og nokkrum dögum síðar hófst gos í Eyjafjallajökli. Myndir frá bænum birtist í fjölda erlenda blaða.

Ábúendur á Þorvaldseyri þurftu að yfirgefa bæinn en snéru fljótt aftur og opnuðu Gestastofu vorðið 2011. Stofan er staðsett sunnan þjóðvegarins, með sýningu um gosið í Eyjafjallajökli. Mjög fróðleg og skemmtileg sýning sem vert er að heimsækja.

Á Þorvaldseyri hefur kornrækt verið stunduð frá 1960. Einnig hafa þar verið gerðar tilraunir til að rækta lín, hveiti og olíurepju.

Staður vikunnar – Mývatnssveit

Reykjahlíð við Mývatn er næsti þéttbýliskjarni við gosið í Holuhrauni. Í Reykjahlíð búa aðeins um 140 manns en aðal atvinnuvegurinn er ferðaþjónsta sem á sér langa hefð í Mývatnssveit.

Þó nokkuð er um gervigíga í Mývatnssveit. Stærsta eyjan til hægri á myndinni er gervigígur. Fram hefur komið í fréttum að sérfæðingar hafa trú á að gervigígar séu að myndast í Holuhrauni. Gervigígar verða til þegar hraun rennur yfir vatn eða votlendi. Verður þá gufusprenging undir hrauninu og gervigigarnir myndast.

Landslag Mývatnssveitar er mjög mótað af eldstöðvum og eldfjöllum sem hafa spúð ösku og hrauni yfir sveitina og má þar nefna Kröflu og Hverfell eða Hverfjall, sem er einn stærsti sprengigígur heims, um 1 km í þvermál og myndaðist í öflugu þeytigosi fyrir um 2500 árum.

Staður vikunnar – Möðrudalur

Möðrudalur á fjöllum liggur hæst bæja á Ís­landi, 469m. Víðsýnt er frá bænum til allra átta og sést vel til Herðubreiðar og til gosstöðvanna í Holuhrauni en bærinn er aðeins í 70 km fjarlægð þaðan.

Möðrudalur er landnámsjörð og þar hefur verið kirkja alla tíð. Nú­verandi kirkju reisti Jón A. Stefáns­son bóndi þar 1949 til minningar um konu sína og málaði sjálfur altaris­töfluna.

Í dag er rekin öflug ferðaþjónusta á Möðrudal.