Staður vikunnar – Dimmuborgir heimili jólasveinanna

Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru engir venjulegir jólasveinar. Foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði eru það gömul að Grýlu er getið í Eddu Snorra Sturlusonar.
Jólasveinarnir eru höfðingjar heim að sækja og taka þeir á móti gestum alla daga í desemeber á Hallarflötinni í Dimmuborgum milli kl. 13:00 og 15:00. Þeir eru alveg sérstaklega ánægðir að fá barnafjölskyldur í heimsókn.
Hið árlega jólabað jólasveinanna fer fram í Jarðböðunum í Mývatnssveit og byrjar það hálfum mánuði fyrir jól. Jólasveinarnir eru nú misánægðir með jólabaðið en það getur verið hin besta skemmtun að taka þátt í því með þeim.
Mjög margt er í boði í Mývatnssveit á aðventunni og er hægt að fræðast meira um það á heimsaíðunni þeirra, visitmyvant.is

Staður vikunnar – Friðheimar í Reykholti á Suðurlandi

Friðheimar er fjölskyldufyrirtæki þar sem hjónin Knútur Rafn og Helena ásamt 5 börnum þeirra hafa opnað tómata gróðurhúsin og gert að ævintýraheim. Fjölskyldan tekur á móti gestum og sýnir hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig. Hægt er að taka með sér heim matarminjagripi úr tómötum og gúrkum. Þau eru einnig með vefverslun þar sem hægt er að finna sérstakar jólagjafir úr afurðunum.

Í Friðheimum er veitingahús í gróðurhúsunum þar sem boðið er upp á súpu, heimabökuð brauð og dýrindis eftirrétti úr tómötum.

Á bænum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum.

Opið er allt árið í Friðheimum sem er aðeins í rúmlega klúkkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Sjá heimasíðuna fridheimar.is