Éljagangur á Akureyri

Vetrarhátíðin Éljagangur, sem haldin hefur verið á Akureyri í febrúar er nú frestað fram í mars.

Ákveðið hefur verið að sameina Éljagang og Íslensku Vetrarleikana, sem verða með öðru og stærra sniði að þessu sinni. Leikarnir standa frá 6. – 14. mars en aðal dagarnir verða 12. – 14. mars þegar keppt verður í freeski brekkustíl í Hlíðarfjalli þar sem bæði íslenskir og erlendir keppendur koma til með að sýna listir sínar.

Eins og undanfarin ár verður fjölmargt skemmtilegt og spennandi í gangi þessa daga. Hægt er að sjá dagskrána á vef Akureyrarstofu

Staður vikunnar – Gamlárskvöld í Reykjavík

Gamla árið kvaddi með stæl, veðrið var með eindæmum gott á landinu og flugeldar lýstu upp himininn og kvöddu gamla árið um leið og nýju ári var fagnað.


Vegahandbókin er nú að undirbúa næsta ár. Uppfærsla er hafin á enksu útgáfunni Iceland Road Guide og Ferðakortunum, sem koma út í vor.


Ótrúlega miklar breytingar eru alltaf á milli ára. Við leggjum mikla áherslu á að ferðamenn fái réttar upplýsingar í bókunum og kortum okkar og óskum ykkur gleðilegra ferðasumars.


Flugeldamyndina tók liðsmaður okkar Óttar Sveinsson á Gamlárskvöld.