Staður vikunnar – Food & Fun í Reykjavík

Reykjavík er staður vikunnar þar sem Food & Fun hátíðin er haldin dagana 25. febrrúar til 1. mars.

Food & Fun hátíðin hressir heldur betur upp á bæjarlífið. Fólki gefst tækifæri til að fara út að borða hjá heimsins bestu kokkum á mjög sanngjörnu verði.

Alla eru níu heimsþekktir kokkar sem elda á hinum mismunandi veitingahúsum. Hægt er að sjá lista yfir veitingahúsin á síðunni foodandfun.is.

Staður vikunnar – Bessastaðir

Bessastaðir, for­seta­set­ur, kirkju­stað­ur og fornt höf­uð­ból. Bessa­staða er fyrst get­ið í Ís­lend­inga sögu Sturlu Þórð­ar­son­ar og eru þeir þá í eigu Snorra Sturlu­son­ar. Eft­ir dráp Snorra 1241 sló Nor­egs­kon­ung­ur eign sinni á Bessa­staði og urðu þeir því fyrsta jörð­in á Ís­landi sem komst í kon­ungs­eign. Varð þar brátt höf­uð­set­ur æðstu valds­manna kon­ungs hér á landi og var svo allt til loka 18. ald­ar.

Sig­urð­ur Jón­as­son, for­stjóri í Reykja­vík, gaf ís­lenska rík­inu stað­inn til bú­setu fyr­ir rík­is­stjóra, vorið 1941. Síð­an hafa for­set­ar Ís­lands haft þar að­set­ur. Sveinn Björns­son frá því er hann varð rík­is­stjóri 1941 og síð­ar for­seti, til dán­ar­dæg­urs 1592. Ás­geir Ás­geirs­son 1952 – 68, Krist­ján Eld­járn 1968 – 80, Vig­dís Finn­boga­dóttir 1980 – 1996 og Ólafur Ragnar Grímsson frá 1996.

For­seta­bú­stað­ur­inn á Bessa­stöð­um er í röð elstu húsa á Ís­landi, reist­ur á ár­un­um 1761 – 66. Nú­ver­andi kirkja var reist á ár­un­um 1777 – 1823.

Staður vikunnar – Hofsós

Hofsós er staður sem gaman er að heimsækja. Þar er meðal annars Vesturfarasetrið sem var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914.

Markmið Setursins er að segja sögu fólksins sem fór frá landinu fyrir um 100árum síðan og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Hægt er að fræðast betur um Vesturfarasetrið á heimsíðunni hofsos.is

Sundlaugin á Hofsós er alveg einstök. þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey. Sundalugin var opnuð 2010.

Myndin frá Hofsós er fengin frá Markaðsstofu Vesturlands.

Staður vikunnar – Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð verður haldin í Reykjavík dagna 5.-8. febrúar. Markmið hátíðarinnar er að lýsa upp mesta skammdegið í febrúar með viðburðum og uppákomum af ýmsu tagi, þar sem leikið sér er með samspil ljóss og myrkurs og yfirskriftin er Magnað myrkur!

Meginstoðir Vetrarhátíðar 2015 verða Safnanótt, Sundlauganótt ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið á ævintýralegan hátt.

Vetrarhátíð er haldin á stór Reykjavíkursvæðisins og munu öll bæjarfélögin taka þátt. Af nógu verður að taka á þessum dimmu vetrardögum, frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni vetrarhatid.is

Myndin er frá Vetrarhátíð tekin af Ragnari Th Sigurðssyni.