Staður vikunnar – Borg á Mýrum

Borg á Mýrum er kirkjustaður, prestssetur og landnámsjörð Skallagríms Kveldúlfssonar. Þar sat Egill Skallagrímsson, sonur hans, höfuðskáld fornaldar og síðan margir ættmenn hans og niðjar, m.a. Snorri Sturluson um skeið.

Í Landnámssetrinu í Borgarnesi er hægt að fræðast um Egil Skallagrímsson.

Kirkja var reist á Borg skömmu eftir kristnotökuna árið 1000. Núverandi kirkja var byggð 1880, í kirkjunni er altaristafla eftir W.G. Collingwood frá 1897.

Á Borg er lista­verkið Sonatorrek eftir Ásmund Sveinsson (1893–1982)

Staður vikunnar – Borgarfjörður eystri

Borgarfjörður eystri er rómaður fyrir náttúrufegurð og þá sérstaklega fyrir sérstæðan fjallahring.

Borgarfjörður eystri er nyrstur hinna eiginlegu Austfjarða. Þangað er tæplega 70 km. akstur frá Egilsstöðum, um Vatnsskarð og Njarðvíkurskriður.

Íbúafjöldi er aðeins um 90 manns en á hverju sumri margfaldast íbúafjöldinn þegar tónlistahátíðin Bræðslan fer fram. Tónlistahátíðin byrjaði sumarið 2005 þar sem Emilíana Torrini og heimamaðurinn og upphafsmaðurinn Magni spiluðu. Miðasala er hafinn á Bræðlsuna í sumar og þar kemur fram fjöldi listamanna svo sem: Bubbi, Ensími. Valdimar, Dimma, Lára Rúnars, Prins Polo.

Staður vikunnar – Safnahelgi á Reykjanesi

Söfn á Suðurnesjum hafa samvinnu sín á milli og bjóða í sjöunda sinn upp á sameiginlega dagskrá helgina 14. – 15. mars. Safnahelgin nýtur ætið mikilla vinsælda ekki síst meðal fjölskyldufóks.

Markmiðið hefur frá fyrstu tíð verið hið sama það er að kynna hin frábæru söfn og sýningar sem eru á Suðurnesjum er. Dagskráin yfir helgina er mjög fjölbreytt auk sýninga eru tónleikar, fyrirlestrar og margs konar uppákomur.

Nýjustu sýningarnar á svæðinu eru Einkasýning poppstjörnunnar Páls Óskars sem opnar í hinu nýja Rokksafni í Hljómahöll og Gestastofa Reykjanesjarðvangs sem opnar í Duushúsum og fjallar um náttúruna á Reykjanesi.

Frekari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni safnahelgi.is

Staður vikunnar – Snæfellsjökull

Snæfellsjökull (1.446 m) setur sterkan svip á umhverfi sitt og sést hann vel frá Reykjavík en loftlínan er 120 km.

Dul­spak­ir menn telja Snæ­fells­jök­ul dul­magn­að­an öll­um fjöll­um frem­ur. Hægt er að ganga upp á Snæfellsjökull og tekur gangan, á hæsta tind­inn, Þúf­ur, um 5–7 klst og er mjög líkamlega krefjandi.

Snæfellsjökull er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, en söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum. Einnig gerist skáldsagan Kristnihald undir Jökli, eftir Halldór Laxness, á þessum slóðum.

Snæfellsjökull er hluti af þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem stofnaður var árið 2001.