Staður vikunnar – Kirkjufell í Grundarfirði

Kirkjufell (463m) bæjarfjall Grundarfjarðar, er eitt af þekktustu fjöllum Íslands.

Ekki er óalgengt að erlendir ljósmyndarar heimsæki Ísland í þeim tilgangi einum að mynda þetta einstaka fjall. Kirkjufell hefur meira að segja farið með hlutverk í stórum Hollywood myndum, nú síðast The Secret Life of Walter Mitty.

Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem tekur um þrjá klukkutíma. Óvönu fjallafólki er ráðið frá uppgöngu þó fjallið sé ágætlega kleift.