Bók vikunnar – Iceland Road Guide

Við höfum Bók vikunnar í stað Staður vikunnar þar sem enska útgáfan af Vegahandbókinni Iceland Road Guide var að koma út og verið er að dreifa henni á útsölustaði.


Ensk útgáfa af Vegahandbókinni kom fyrst úr árið 1975 þá voru erlendir ferðamenn tæp 76 þúsund, en á síðasta ári komu um 997.550 ferðamenn til landsins.


Mikill metnaður og vinna er lögð í uppfærslu á bókinni og margt hefur breytst á 40 árum. Margvíslegur fróðleikur fylgir með svo sem kafli um heitar laugar, hella og álfa. Auk þess er hægt að smella á “QR” kóða og hlusta á þjóðsögur á ensku.


Bókin er mjög vinsæl meðal erlendra ferðamanna og nú er einnig hægt að fá hana í Appi.

Staður vikunnar – Langjökull

Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur er 1.355 m.

Í byrjun júní opna ein stærstu manngerðu ísgöng í heimi í Langjökli. Göngin eru alls 550 m löng.

Búið er að grafa út nokkra hella í ísgöngunum. Eitt rýmið er eins og kapella í laginu og þar munu pör geta látið gifta sig. Í því rými verða bekkir til að sitja á og verða þeir úr ís og viði. Ljósahönnuður var fenginn til að gera umhverfið enn ævintýralegra með sérstakri lýsingu.

Einungis má fara með leiðsögn inn í hellinn. Í sumar verða daglega ferðir kl. 11 og 13. Auðveldast er að keyra að Langjökli um Kaldadal og taka síðan veg 551 í áttina að Geitlandsjökli. Hellirinn er opinn allt árið og þó Kaldidalur geti verið lokaður yfir veturinn er oftast fært frá Húsafelli.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni into the galcier.

Staður vikunnar – Glaumbær í Skagafirði

Glaumbær í Skagafirði er staður vikunnar að þessu sinni.Á bæjarhólnum, þar sem bærinn stendur, hafa hús staðið í mörg hundruð ár. Bæjarhúsin hafa breyst að stærð og gerð og færst til á hólnum, eftir efnum og ástæðum húsbænda á hverjum tíma.


Bærinn í Glaumbæ er samstæða þrettán húsa. Það sem skipti sköpum um varðveislu Glaumbæjar að breski Íslandsvinurinn Mark Watson (1906-1979) gaf 200 sterlingspund til varðveislu bæjarins árið 1938.


Bærinn var friðlýstur árið 1947. Sama ár fluttu síðustu íbúarnir burtu úr bænum.


Árið 1948 er Byggðasafn Skagfirðinga var stofnað og fékk safnið bæinn fyrir starfsemi sína.

Kort vikunnar – Vegahandbókarkort og App í einum pakka

Í stað þess að hafa Stað vikunnar höfum við nú Kort vikunnar -Map with App sem verið er að dreifa í búðir þessa dagana. Sólin er farin að skína og tími kominn til að skoða ferðakortið og skipuleggja sumarfríið.

Við erum mjög stolt af kortinu okkar og að geta nú boðið Vegahandbókina með í App-formi.

Við leggjum megináherslu á að uppfæra kortið þannig að við erum alltaf með nýjustu upplýsingar um ferðaþjónustu sem er í boði og nýuppfært vegakerfi.

Við höfum lagt okkur fram um að merkja inn áhugaverða staði sem hafa ekki verið á kortum áður með það í huga að ferðamenn heimsæki fleiri staði á landinu.

Í Vegahandbókar Appinu er að finna upplýsingar um rúmlega 3000 staði á landinu og hvar þjónustu er að finna og margt margt fleira.

Með Vegahandbókar kort og App verður ferðalagið algjör snild.