Staður vikunnar – Selárdalslaug í Vopnafirði

Selárdalslaug í Vopnafirði er ein af sérstæðari sundlaugum landsins þar sem hún stendur á bökkum hinnar vinsælu laxveiðiá Selá. Sundlaugin er rómuð fyrir umhverfi sitt.

Sundlaugin var að mestu leyti bygðð í sjálfboðavinnu af Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar og var hún vígð sumarið 1950 en hefur verið mikið endurnýjuð síðan þá.

Laugin er opin milli kl. 10:00 – 20:00 alla daga vikunnar yfir sumartímann. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Nestisaðstaða og stór sólpallur er við laugina.

Laugin er 3,5 km frá þjóðvegi 85 á leið til Bakkafjarðar, 12 km frá Vopnafirði.

Staður vikunnar – Þingvellir

Þingvellir skipa sérstakan sess í hugum allra Íslendinga. Þar var Alþingi stofnað um árið 930 og meginviðburðir Íslandssögunnar hafa gerst þar.

Þingvellir eru á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Öll fimmtudagskvöld í júní og júlí er boðið upp á gönguferðirnar með leiðsögn. Ferðirnar hefjast klukkan 20.00 við Gestastofuna á Haki. Mismunandi umfjöllunarefni er í ferðunum, dagskrána má sjá á heimasíðunni tingvellir.is

Staður vikunnar – Veitingahúsið Vitinn í Sandgerði

Staður vikunnar að þessu sinni er vetingahúsið Vitinn í Sandgerði.

Veitingahúsið er rekið af þeim hjónum Stefáni Sigurðssyni matreiðslumanni og Brynhildi Kristjánsdóttir þúsund þjala smið.

Veitingahúsið er við höfnina í Sandgerði og sérhæfir sig í sjávarréttum og krabba- og skelfisveislum þar sem boðið er upp á krabbasúpu í forrétt, grjótkrabba, öðuskel, bláskel, beitukóng og rækju í aðalrétt.

Í bakgarði veitingahússins eru ker með lifandi skeljum og kröbbum.
Veitingahúsið er skemmtilega innréttað með munum sem tengjast sjónum og sögu staðarins, betri upplýsingar er að finna á heimasíðu Vitans.

Við mælum eindregið með bíltúr um Reykjanesið og enda ferðina í Vitanum á góðum veitingum, sem kitla bragðlaukana.

Staður vikunnar – Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond

Fyrsta íslenska skemmtiferðaskipið í áratugi, Ocean Diamond, lét úr höfn í sína fyrstu reglulegu ferð í Reykjavík í gærkvöldi.

Skipið kemur við í Stykkishólmi, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Flatey á Skjálfanda, Seyðisfirði, Höfn og Vestmannaeyjum. Höfuðborgin verður heimahöfn skipsins næstu sex sumur.

Um borð eru íslenskir leiðsögumenn og skemmtikraftar sem leiða gestina inn í íslenska menninguog náttúru til sjós og lands. Boðið er upp á íslenskan mat um borð.

Það er Iceland ProCruises, dótturfélag Island Protravel, sem rekur Demantinn.