Staður vikunnar – Útihátíðir um verslunarmannahelgina

Verslunarmannahelgin er tími útihátíða. Löng hefð er fyrir því að fara í útilegur þessa helgi og fyrir nokkrum árum var þetta síðasta helgin sem fólk ferðaðist innalands. Mikil breyting hefur orðið þar á.


Myndin er frá Flúðum en helstu útihátíð- irnar í ár eru; Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Ein með öllu á Akureyri, Neistaflug á Neskaupstað, Mýrarbolti á Ísafirði, Síldarævintýri á Siglufirði, Sæludagar í Vatnaskógi, Gaman saman, vímuefnalaus fjölskylduhátíð Hlöðum Hvalfjarðarsveit, Kotmót Hvítasunnukirkjunnar í Fljótshlíð og síðan Innipúkinn í Reykjavík fyrir þá sem heima sitja.


Er ekki Vegahandbókin, Ferðakortið og Vegahandbókarappið örugglega með á bílnum?

Staður vikunnar – Náttúruperlan Húsafell

Húsafell er einstök náttúrúperla, í skjóli jökla, fjalla, fossa, hrauns og náttúrulegs gróðurs. Veðursæld er með eindæmum mikil í Húsafelli.


Frumkvöðulinn Kristleifur Þorsteinsson og fjölskylda byrjuðu með ferðaþjónustu í Húsafelli fyrir rúmum 50 árum. Stöðug uppbygging hefur verið öll þessi ár, tjaldsvæði, sundlaug, merktar gönguleiðiðr og skemmtilegur golfvöllur liðast með ánni. Óviðjafnanleg listaverk Páls Guðmundssonar leynast víða á svæðinu.


Glæsilegt hótel, Hótel Húsafell tók til starfa nú í júlí og fellur hönnun þess sérlega vel að náttúrunni.


Það er aðeins um 90 mínútna akstur frá Reykjavík að þessari náttúruperlu þar sem nú er hægt að dekra við sig á allan máta.

Staður vikunnar – Svartifoss í Skaftafelli

Svartifoss er fagur og óvenjulegur foss í Vatnajökulsþjóðgarði. Fossin er um 20 m hár umvafinn stuðlabergi og mjög vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Svartifoss er aðeina um 1,5 km frá þjónustumiðstöðinni í SKaftafelli.

Stuðlabergsmyndunin umhverfis fossinn var Guðjóni Samúelssyni innblástur við hönnun á mörgum byggingum m.a. loftsins í sal Þjóðleikhússins, ytri ásýnd Hallgrímskirkju og Akureyrarkirkju.

Staður vikunnar – Hornbjarg

Hornbjarg er þverhnípt sjávarbjarg sem rís úr sjó á norðvestur horni Vestfjarða. Á myndinni er skipstjórinn á skemmtiferða- skipinu Ocean Diamond að benda á bjargið.

Hæstu tindar Hornbjargs eru Kálfatindur 534 m og Jörundur 429 m. Nyrsta nef Hornbjargs heitir Horn en það er nyrsti tangi Vestfjarða. Hornstrandir draga nafn sitt af Horni.

Hornbjargsviti stendur í Látravík, sem er næsta vík fyrir austan Hornvík.

Fyrr á öldum þótti Látravík ekki álitlegur kostur til ábúðar, þar var þó búið allt fram til 1909, en þá fór jörðin í eyði.

Staður vikunnar – Flateyjarkirkja á Skjálfanda

Flatey á Skjálfanda er um 2,62 km2 að flatarmáli og rís hæst 22 metra yfir sjó. Eyjan er aðeins um 2,5 km frá landi.

Byggð var í eyjunni frá 12.öld fram til 1967 þegar hún lagðist af vegna einangrunar. Íbúafjöldi var mestur 120 manns um 1943. Frá upphafi 20. aldar var í eyjunni starfrækt kaupfélag og barnaskóli.

Fyrsta heimild um kirkju á Flatey eru frá árinu 1254. Núverandi kirkja var byggð að Brettingsstöðum í Flateyjardal. Flateyjardalur fór í eyði árið 1953 var Brettingsstaðakirkja tekin niður og byggð á ný í Flatey. Kirkjan var vígð árið 1961.

Í eyjunni standa enn nokkur myndarleg hús sem haldið er við af afkomendum íbúa.