Staður vikunnar – Landnámssetur Íslands í Borgarnesi

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi er staður vikunnar. Setrið er í tveimur af elstu húsum Borgarness sem standa skammt frá Brákarey og Brákarsundi. Annað er gamalt Pakkhús sem hefur verið friðað og hýsir tvær sýningar, Landnáms- og Egilssýningu.

Landnámssýningin fjallar um landnám Íslands. Þar segir frá því hvernig Ísland fannst, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvernig Ísland var numið.

Egilssýningin segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Egill var mikið skáld en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Inn í söguna tvinnast bardagar og ástir, galdur og forneskja. Sögusvið Egilssögu er að hluta til í nágenni við Landnámssetrið.

Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn, sérstök barnaleiðsögn á íslensku. Landnámssetrið er opið allt árið. Frekari upplýsingar á landnam.is

Staður vikunnar – Norðurljósadans yfir Íslandi

Frá september og fram í apríl er hægt að sjá norðurljósin dansa um himinhvolfin á heiðskýrum kvöldum.
Á vef Veðurstofa Íslands er hægt að fræðast um norðurljósaspá nokkra daga fram í tímann.
Fjölmargar ferðaskrifstofur bjóða upp á norðurljósaferðir undir salgorðinu “leitin að norðurljósunum og eru þær mjög vinsælar, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna.
Myndir er frá Markaðsstofu Suðurlands og er af Pétursey.

Staður vikunnar – Icleland Airwaves í höfuðborginni

Iceland Airwaves, tónlistarhátíðin fer fram dagana 2. – 6. nóvember. Hátíðin var fyrst haldinn 1999. Um 1.000 tónleikar eru haldnir víða um borgina svo sem í kirkju, leikhúsi, verslunum, safni auk hefðbundinna tónleikastaða.
Björk heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. nóvember. Uppselt er á tónleikana.Af þúsund tónleikum eru um 650 hluti af svokallaðri “off venue” dagskrá sem fólk getur sótt sér að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast dagskrána á heimsaíðu hátíðarinnar icelandairwaves.is
Í tengslum við hátíðana hafa listamenn málað listaverk á veggi ýmissa húsa í miðbænum. Myndverkin tengjast tónlist eða tónistarmönnum á ýmsan hátt.
Myndina tók Alexander Matukhno á tónleikum FM Belfast í fyrra.