Staður vikunnar – Reykjanesviti

Reykjanesviti er á syðst á Reykjanesi, beygt út af vegi 425. Núverandi viti var reistur 1907. Hann er 31m hár og stendur á 22m háum stalli.


Nágrenni vitans leynir á sér, fjölbreytileiki náttúrunnar og útsýni er einstakt.
Mjög mikill jarð­hiti, brenni­­steins– og leir­hver­ir eru á svæðinu, kunn­ast­ur hver Gunnuhver, kenndur við konu er gekk aft­ur og sótti á fólk og fén­að.

Staður vikunnar – Laxdalshús á Akureyri

Staður vikunnar er Laxdalshús, elsta húsið á Akureyri. Húsið var byggt árið 1795 sem íbúðarhús. Það hýsti einnig Amtbókasafn á árunum í kringum 1827 eða fyrir tæpum 200 árum síðan.
Akureyrarbær eignaðist Laxdalshús 1942 og leigði út um skeið. Laxdalshús var friðað árið 1978 og var endurnýjað verulega næstu árin á eftir. Veitingarekstur hefur verið í húsinu við og við en ekki gengið sem skyldi.
Mörg falleg gömul hús eru í innbæ Akureyrar og vel þess virði að koma við í Brynju, kaupa Brynjuís og rölta um innbæinn og skoða gömlu húsin.