Staður vikunnar – Sigling með Sæferðum

Breiðafjörðurinn er þekktur fyrir eyjarnar óteljandi, einstaka náttúrufegurð, fjölbreytt fuglalíf og söguslóðir. Reyndar er nýbúið að slá tölu á eyjarnar og eru þær sagðar um 5.000.
Breiðafjörðurinn er hrein fuglaparadís og frábær staður fyrir áhugamenn um fuglaskoðun og nú er einmitt varptíminn að byrja.
Sæferðir bjóða upp á ýmiskonar útsýnisferðir um þetta fallega svæði og gefst farþegum tækifæri til að skoða náttúru og fugla svæðisins í návígi og smakka hráa hörpuskel beint af hafsbotni!