Drengir vikunnar – Íslenska landsliðið í fótbolta

Drengir vikunnar eru svo sannarlega “strákarnir okkar” í íslenska landsliðinu. Þeir hafa sýnt og sannað að með eljusemi, samtakamætti og bjartsýni, þá er hægt að láta fjarlægustu drauma rætast.

Íslenska þjóðin er stolt af ykkur, þið eruð flottar fyrirmyndir.

TIL HAMINGJU STRÁKAR

Bók vikunnar – Ný útgáfa af Vegahandbókinni

Sumarið er komið og Vegahandbókin fylgir sumarkomunni. Í meira en 40 ár hefur Vegahandbókin verið ómissandi ferðafélagi landsmanna og á hún fastan sess í hanskahólfi margra bíla.
Vegahandbókin er lykill að landinu, stútfull af fróðleik í máli og myndum og með kortum vísar bókin til vegar.
Vegahandbókin kemur út annað hvert ár á íslensku og hitt árið á ensku. Í ár er íslenska útgáfan nýuppfærð með mikið af nýungum, til dæmis upplýsingar um heitar laugar og heilsulindir. Með því að skanna QR kóða fæst GPS staðsetning lauganna, myndir og lýsing á stöðunum. Hægt er að fræðast um ferðir Fjalla-Eyvindar, hlusta á þjóðsögur eða forvitnast um hesta-, sauða-, kúa- eða hundaliti svo aðeins fátt eitt sé nefnt.
Með bókinn fylgir Vegahandbókar App þar sem hægt er að finna alla staði sem eru í bókinni ásamt þúsundum þjónustuaðila um allt land.
Vegahandbókin fæst á bensínstöðvum N1, Olís og bókabúðum. Í bókabúðum er hægt að skila inn eldri bók og fá kr. 1.500 afslátt á nýrri.