Staður vikunnar – Akureyrarvaka

Þema Akureyrarvöku að þessu sinni er LEIKA – SKOÐA – SKAPA. Áhersla verður lögð á að fá íbúa til að taka þátt og njóta. Akureyrarvakan verður haldin dagana 26. – 28. ágúst.
Akureyrarvaka hefst formlega í Lystigarðinum föstudagskvöldið 26. ágúst með dagskránni Rökkurró.
Að henni lokinni mun hvert atriðið reka annað svo sem draugaslóðin í innbænum, götulist, vísindasetur, líflegt Listagil, friðarvaka og margt, margt fleira.
Hápunktur Akureyrarvöku er á laugardagskvöldið um kl. 21:30 þegar friðarvaka hefst í kirkjutröppunum og síðan stjórnar Ingólfur verðurguð Gilsöngur í Listagilinu.
Frekari upplýsingar um dagskrána er að finna á heimasíðunni visitakureyri.is