Staður vikunnar – Norðurljósadans

Tími Norðurljósanna er runninn upp. Frá september fram í apríl má vænta þess að sjá Norðuljós dansa um himinhvolfið á heiðskírum kvöldum. Norðurljósin hafa verið sérstaklega sterk undanfarin kvöld.




Margar ferðaskrifstofur bjóða upp á sérstakar kvöldferðir þar sem ekið er út úr ljósmengun og hægt að njóta ljósanna í allri sinni dýrð.



Staður vikunnar – Strákar á Selöldu

Selalda er forn eldstöð skammt frá Krýsuvíkurbergi. Veðursorfni móbergshyrggurinn á myndinni heitir Strákar.

Hleðslurnar undir Strák eru það sem eftir er af útihúsi sem tilheyrði bænum Fitjum. Sunnan við Stráka, ekki langt frá, eru tóftir bæjarins.

Í nágrenninu er að finna ýmsa skemmtilega skúlptúra og kynjamyndir.

Til að sjá Stráka er ekið út af Suðurstrandavegi vegslóða í átt að Krýsuvíkurbergi.

Staður vikunnar – Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi

Bjarnarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi er þekkt fyrir hákarlaverkun og Hákarlasafn, sem gaman er að heimsækja.



Hákarlsverkunin hefur verið í fjölskyldunni í margar kynslóðir og á safninu er sagt frá sögu, veiðum og verkun hákarlsins og geta gestir gengið upp að hákarlahjallinum þar sem hægt er að sjá girnilegan hákarl í verkun. Hægt að koma við og kaupa hákarl og harðfisk.



Á Bjarnarhöfn er falleg litil kirkja sem var byggð 1856. Kirkja hefur verið á staðnum allt frá 12. öld.




Altaristaflan er hið mesta listaverk talin vera frá
1640. Hún er áheitagjöf frá hollenskum sjómönnum sem stunduðu fiskveiðar við landið á 17. öld.

Staður vikunnar – Snæfellsjökull

Snæfellsjökull (1.446 m) setur sterkan svip á umhverfi sitt og sést hann vel frá Reykjavík en loftlínan er 120 km.




Dul­spak­ir menn telja Snæ­fells­jök­ul dul­magn­að­an öll­um fjöll­um frem­ur. Hægt er að ganga upp á Snæfellsjökull og tekur gangan, á hæsta tind­inn, Þúf­ur, um 5–7 klst og er mjög líkamlega krefjandi.




Snæfellsjökull er sögusvið bókarinnar Leyndardómar Snæfellsjökuls eftir Jules Verne, en söguhetjan ferðast að miðju jarðarinnar frá jöklinum. Einnig gerist skáldsagan Kristnihald undir Jökli, eftir Halldór Laxness, á þessum slóðum.




Snæfellsjökull er hluti af þjóðgarðinum Snæfellsjökli sem stofnaður var árið 2001.