Staður vikunnar – Iceland Airwaves í höfuðborginni

Iceland Airwaves, tónlistarhátíðin fer fram dagana 2. – 6. nóvember. Hátíðin var fyrst haldinn 1999. Um 1.000 tónleikar eru haldnir víða um borgina svo sem í kirkju, leikhúsi, verslunum, safni auk hefðbundinna tónleikastaða.
Björk heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. nóvember. Uppselt er á tónleikana.Af þúsund tónleikum eru um 650 hluti af svokallaðri “off venue” dagskrá sem fólk getur sótt sér að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast dagskrána á heimasíðu hátíðarinnar icelandairwaves.is
Í tengslum við hátíðana hafa listamenn málað listaverk á veggi ýmissa húsa í miðbænum. Myndverkin tengjast tónlist eða tónistarmönnum á ýmsan hátt.Staður vikunnar – Hvítserkur í Húnavatnssýslu

Hvítserkur er einn sérstæðasti klettadrangurinn við Ísland og rís hann um 15 metra hár í flæðarborðinu við botn Húnafjarðar austanvert við Vatnsnes.

Frá þjóðveginum í Línakradal og Víðidal um Vesturhóp eru um 30 km norður að Hvítserk, vegur númer 711. Gott bílaplan er við Hvítserk og útsýnispallur. Göngustígur hefur troðist niður suður frá bílaplaninu þar sem hægt er að komast niður í fjöruna við Hvítserk.

Það er gömul þjóðsaga að í fyrndinni hafi Hvítserkur verið tröll er bjó á Ströndum og hafi ætlað sér að brjóta niður kirkjuklukku við Þingeyraklaustur en orðið að steini þegar dagur rann.

Mynd Bjarki Björgúlfsson

Staður vikunnar – Friðarsúlan í Viðey

Friðarsúlan er útilistaverk eftir Yoko Ono reist í Viðey til að heiðra minningu John Lennons. Enska heitið er Imagine Peace Tower nefnt eftir lagi Lennons Imagine.

Á stalli súlunnar eru grafin orðin Hugsa sér frið eða Imagine peace á 24 tungumálum. Listaverkið var vígt á afmæli Johns Lennons þann 9. október 2007.

Friðarsúlan verður tendruð með fallegri athöfn þann 9. október klukkan 20:00.

Yoko Ono býður upp á fría sigl­ingu yfir Sundið. Siglt verður frá Skarfabakka frá klukkan 17.00 til 21.30.

Friðarsúlan logar samfellt á hverju ári frá sólarlagi til miðnættis frá fæðingardegi Lennons, 9. október til 8. desember sem var dánardagur hans.

Mynd Ragnar TH Sigurðsson