Staður vikunnar – Geirfuglinn við Valahnúk á Reykjanesi

Staður vikunnar að þessu sinni er við styttuna af Geirfuglinum, sem er við Valahnúk á Reykjanesi.Styttan er eftir listamanninn Todd McGrainhluti og er hluti af verkefni hans The Lost Bird Project þar sem hann vinnur skúlptúra af útdauðum fuglum og kemur þeim fyrir í upprunalegum heimkynnum þeirra. Með því vill hann vekja athygli samtímans á umhverfisvernd og ást á náttúrunni.Talið er að síðasti geirfuglinn hafi verið drepinn í Eldey 3. júní 1844 var ákveðið að styttan af geirfuglinum yrði sett upp neðan við Valahnúk á Reykjanesi þar sem fuglinn horfir út til Eldeyjar.Styttan var sett upp á Ljósanótt 2010. Mynd Regína Hrönn Ragngarsdóttir.

Staður vikunnar – Ylströndin í Nauthólsvík

Fyrsti staður vikunnar á nýju ári er Nauthólsvík.
Í síðari heimsstyrjöldinni var aðstaða í Nauthólsvík fyrir sjóflugvélar, sem voru mikilvægar í orrustunni um Atlantshafið.
Ylströndin var vígð sumarið 2000 og ári síðar var opnuð þjónustumiðstöð með búningsklefum, baðaðstöðu og veitingasölu.
Við ákjósanlegustu aðstæður er hitastig sjávarlónsins innan grjótgarðanna 15-19°C og pottarnir eru 30-39°C heitir. Lónið og pottarnir eru hitaðir upp með affallsvatni frá hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð.Þjónustuhúsið er tilvalin aðstaða fyrir hlaupara, sem geta valið úr miklum fjölda hlaupaleiða í nágrenninu.