Staður vikunnar – Þórbergssetur í Suðursveit

Þórbergssetur á Hala í Suðursveit er menningarsetur reist til minningar um Þórberg Þórðarson, sem er þar fæddur uppalinn.
Í Þórbergssetri eru sýningar helgaðar sögu Suðursveitar og lífi og verkum Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar.
Hönnun safnsins er einkar skemmtileg og “bókahillan” vekur athygli. Þórbergsetrið er opið allt árið þar er einnig veitingahús og minjagripaverslun.
Fyrir ofan Hala er minnisvarði um bræðurna frá Hala, Þórberg Þórðarson rithöfund, Steinþór bónda á Hala og Benedikt bónda á Kálfafelli.
Út frá minnisvarðanum hafa verið merktar tvær gönguleiðir, settar upp sem ratleikir undir heitinu, Söguferðir í Suðursveit, þar sem lítil skilti með sögum úr verkum Þórbergs og tilvitnunum í sögur Steinþórs, bróður hans.

Staður vikunnar – Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð verður haldin á höfuðborgarsvæðinu dagana 2. – 5. febrúar.
Ljósainnsetningin Sköpun lands eftir Ingvar Björn birtist á Hallgrímskirkju. Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setur hátíðina 2. febrúar kl. 19:30 og í kjölfarið leggur ljóshestareið frá hestamannafélaginu Fáki af stað frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Magnað myrkur fær að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu á höfðuborgarsvæðinu. Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið.Dagskrána má finn á heimasíðu hátíðarinnar, vetrarhatid.is