Iceland Airwaves – tónleikar út um alla borg

Iceland Airwaves, tónlistarhátíðin er nú haldin í fimmtánda sinn. Um 1.000 tónleikar eru haldnir víða um borgina fram á sunnudag svo sem í kirkju, leikhúsi, verslunum, safni auk hefðbundinna tónleikastaða.
Af þúsund tónleikum eru um 650 hluti af svokallaðri „off venue” dagskrá sem fólk getur sótt sér að kostnaðarlausu. Hægt er að nálgast dagskrána á heimsaíðu hátíðarinnar icelandairwaves.is
Um sjö þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa tryggt sér aðgang og uppselt var á hátíðina fyrir mörgum mánuðum. Myndin er frá tónleikum Emiliu Torrinin í Silfurbergi í Hörpu 30. október.

Leave a Reply