Staður vikunnar – Rauðanes í Þistilfirði

Rauðanes í Þistilfirði við veg 85 er alllangt nes með sæbröttum hömrum, einstök náttúruperla.
Úti fyrir nesinu standa sérkennilegir drangar í sjó, Stakkar. Fremsti hlutinn af nestánni, Stakkatorfa, hefur klofnað frá og eru þar göng undir sem hægt er að fara um á smábáti í
góðu veðri.
Á nesinu er merkt 7 km löng gönguleið þar sem gefur að líta sérstæða hella, dranga og
gatakletta ásamt fjölskrúðugu fuglalífi.

Leave a Reply