Staður vikunnar – Landnámssetrið í Borgarnesi

Landnámssetur Íslands í Borgarnesi er staður vikunnar. Setrið er í tveimur af elstu húsum Borgarness sem standa skammt frá Brákarey og Brákarsundi. Annað er gamalt Pakkhús sem hefur verið friðað og hýsir tvær sýningar, Landnáms- og Egilssýningu.

Landnámssýningin fjallar um landnám Íslands. Þar segir frá því hvernig Ísland fannst, hvernig norrænir menn fóru að því að rata yfir opið haf og hvernig Ísland var numið.

Egilssýningin segir frá einum litríkasta persónuleika landnámsaldar, Agli Skalla-Grímssyni. Egill var mikið skáld en líka víkingur og ribbaldi í útlöndum. Inn í söguna tvinnast bardagar og ástir, galdur og forneskja. Sögusvið Egilssögu er að hluta til í nágenni við Landnámssetrið.

Farið er í gegnum sýningarnar með hljóðleiðsögn, sérstök barnaleiðsögn á íslensku. Landnámssetrið er opið allt árið. Frekari upplýsingar á landnam.is

Leave a Reply