Staður vikunnar – Reyðarfjörður

Staður vikunnar að þessu sinni er Reyðarfjöður þaðan sem þessi fallega vetrarmynd er.
Reyðarfjörður er lengstur Austfjarða um 30 km langur. Um 1150 manns búa á Reyðarfirði sem nú er hluti Fjarðabyggðar. Staðurinn var áður nefndur Búðareyri.
Stríðsminjasafnið á Reyðarfirði geymir minjar tengdar seinni heimsstyrjöldinni og veru erlends herliðs hér á landi. Þar voru, meðan mest lét, 1200 hermenn í 300 manna þorpi.Leave a Reply