Staður vikunnar – Akureyri á aðventunni

Tilvalið að skella sér til Akureyrar og upplifa einstaka aðventustemningu í höfuðstað Norðurlands. Bærinn er ætíð fallega skreyttur. Jólaljósin með kirkjutröppunum og jólastjarnarn fyrir framan Hótel KEA vekja upp gamlar og góðar minningar hjá þeim sem hafa einhvern tíma búið á Akureyri. Heitt súkkulaði og smákökur, jólamarkaður, listsýningar, jólalög og fallega skreytta búðir með jólavarning skapa einstaka aðventustemningu sem vert er að upplifa.
Jólahúsið við Hrafnagil er heill ævintýraheimur, þar er jólasveinaþvottur á snúrum, jólailmur í loftinu og allt sem tengist jólaskrauti er þar til sölu. Garðurinn umhverfis er sérlega barnvænn og stundum er boðið þar upp á heitt súkkulaði við kertaljós úti í snjónum
Á heimasíðunni visitakureyri.is eru greinagóðar upplýsingar um viðburði á Akureyri.

Leave a Reply