Staður vikunnar – Heimili jólasveinanna í Dimmuborgum

Jólasveinarnir í Dimmuborgum eru engir venjulegir jólasveinar. Foreldrar þeirra Grýla og Leppalúði eru það gömul að Grýlu er getið í Eddu Snorra Sturlusonar.

Jólasveinarnir eru höfðingjar heim að sækja og taka þeir á móti gestum alla daga í desemeber á Hallarflötinni í Dimmuborgum milli kl. 13:00 og 15:00. Þeir eru alveg sérstaklega ánægðir að fá barnafjölskyldur í heimsókn.

Hið árlega jólabað jólasveinanna fer fram í Jarðböðunum í Mývatnssveit og byrjar það hálfum mánuði fyrir jól. Jólasveinarnir eru nú misánægðir með jólabaðið en það getur verið hin besta skemmtun að taka þátt í því með þeim.

Mjög margt er í boði í Mývatnssveit á aðventunni og er hægt að fræðast meira um það á heimsaíðunni þeirra, visitmyvant.is

Leave a Reply