Staður vikunnar – Vetrarhátíð í Reykjavík

Vetrarhátíð verður haldin á höfuðborgarsvæðinu dagana 2. – 5. febrúar.
Ljósainnsetningin Sköpun lands eftir Ingvar Björn birtist á Hallgrímskirkju. Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson setur hátíðina 2. febrúar kl. 19:30 og í kjölfarið leggur ljóshestareið frá hestamannafélaginu Fáki af stað frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.
Magnað myrkur fær að njóta sín en hátíðin verður öll hin glæsilegasta og mun fjöldi listamanna, safna og sundlauga taka þátt í að skapa einstaka stemningu á höfðuborgarsvæðinu. Sundlauganótt, Safnanótt og Snjófögnuður eru meginstoðir hátíðarinnar ásamt ljóslistaverkum sem lýsa upp skammdegið.Dagskrána má finn á heimasíðu hátíðarinnar, vetrarhatid.is

Leave a Reply