Safnahelgi á Suðurlandi dagana 31. október – 3. nóvember

Dagana 31. október til 3. nóvember verður viðamikil dagskrá á öllu Suðurlandi frá Höfn í Hornafirði til Þorlákshafnar sem nefnist Safnahelgi á Suðurlandi.
Safnahelgin hefur verið fastur liður á Suðurlandi í nokkur ár en aldrei verið eins fjölbreytt eins og í ár. Tónlist Marlene Dietrich í Eyjum, Mugison og félagar á Selfossi, draugasögur á Stokseyri, tónlist og frásagnir Þórðar í skógum, saumamaraþon á Hvolsvelli, gönguferð í Flóanum með Guðna Ágústssyni þetta er aðeins smá sýnishhorn af fjölbreytttninni. Frekari dagskrá er að finna á heimasíðunni sunnanmenning.is
Myndin er af Þórbergssetri að Hala í Suðursveit þar sem er sýning um Þórberg Þórðarson.