Staður vikunnar – Dans norðurljósanna

Frá september og fram í apríl er hægt að sjá norðurljósin dansa um himinhvolfin á heiðskýrum kvöldum.
Á vef Veðurstofa Íslands er hægt að fræðast um norðurljósaspá nokkra daga fram í tímann.
Fjölmargar ferðaskrifstofur bjóða upp á norðurljósaferðir undir salgorðinu “leitin að norðurljósunum” og eru þær mjög vinsælar, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna.
Myndir er frá Markaðsstofu Suðurlands og er af Pétursey.

Verður hægt að sjá norðurljós í kvöld?

Frá september og fram í apríl er hægt að sjá norðurljósin dansa um himinhvolfin á heiðskýrum kvöldum.
Á vef Veðurstofa Íslands er hægt að fræðast um norðurljóasaspá nokkra daga fram í tímann. Fjömargar ferðaskrifstofur bjóða upp á norðurljósaferðir sem eru mjög vinsælar, sérstaklega meðal erlendra ferðamanna.
Myndin er af norðurljósadansi yfir Hjálparfossi í Fossá í Þjórsárdal.

Grýla fylgist með norðurljósunum yfir Fossatúni

Grýla situr með pottinn milli fóta sér og horfir á norðurljósin í Tröllagarðinum í Fossatúni í Borgarfirði. Hún minnist gamalla tíma þegar tröllin voru ein á Íslandi.
Tröllagarðurinn í Fossatúni býður upp á skemmtilega möguleika til myndatöku ekki síst við aðstæður eins og þessar. Olgeir Andrésson ljósmyndari tók þessa flottu mynd af Grýlu.
Hægt er að lesa meira um Fossatún á bls 229 í Vegahandbókinni.

Norðurljósadans

Tími Norðurljósanna er runninn upp. Frá september fram í apríl má vænta þess að sjá Norðuljós dansa um himinhvolfið á heiðskírum kvöldum.

Vísindamenn tala um að aðstæður séu þannig að Norðurljósin sjáist sérstaklega vel á norðurhveli jarðar árið 2013.

Margar ferðaskrifstofur bjóða upp á sérstakar kvöldferðir þar sem ekið er út úr ljósmengun og hægt að njóta ljósanna í allri sinni dýrð.

Þessa mynd fengum við senda frá Extreme Iceland. Á bls. 480 í Vegahandbókinni eru frekari upplýsingar um Norðuljósin. Hægt er að skoða bókina með því að smella á “Lesa bókina á netinu” sem er efst til hægri á þessari síðu.