Friðarsúlan tendruð í Viðey

Friðarsúlan var tendruð í Viðey í gær í sjöunda skiptið. Friðarsúlan er útilistaverk unnið af Yoko Ono til minningar um John Lennon og var verkið afhjúpað á afmælisdegi hans 9. október 2007. Fjöldi manns var í Viðey og komust færri til eyjunnar en vildu. Það er alltaf einstök stund að vera viðstaddur tendrun súlunnar. Friðarljósið setur sterkan svip á Reykjavík allt fram til 8. desember þegar slökkt er á súlunni á dánardegi Lennons.
Reykjavíkurborg gerði Yoko Ono að heiðursborgara Reykjavíkur við hátíðlega athöfn í Höfða. Við tendrun súlunnar voru Yoko Ono og Jón Gnarr í lopapeysum með friðarmerki sem Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir leikkona prjónaði.

Brúarfoss


Vegahandbókin var á ferð í Bláskógabyggð um helgina og tók þessa fallegu mynd af Brúarfoss sem er skammt frá Brekkuskógi.
Þó veðrið sé fallegt er haustið er að nálgast og aðeins kul komið í loftið. Ferðamenn er enn á ferð og stórt skemmtiferðaksip, AIDA er að sigla inn í Sundahöfn þessa stundina en við erum svo heppinn að hafa útsýni úr skrifstofunni yfir hafnarsvæðið og Viðey.

Vegahandbókin í jógagöngu

Vegahandbókin brá sér í jógagöngu í Viðey i góða veðrinu í gærkveldi.
Rúmlega 50 manns á öllum aldri nutu kvöldblíðunnar og huguðu að líkama og sál undir stjórn Ragnheiður Ýr jógakennari.

Hér er Jóna Birna í flottri stellingu í fallegu umhverfi.

Hægt er að fræðast um Viðey á bls. 500 í Vegahandbókinni og einnig á hér á vefnum.

Mikið fjölmenni í sumargöngunni í Viðey

Gönguferðin með Örlygi Hálfdanarsyni um Viðey var einkar vel heppnuð.


Rúmlega hundrað manns mættu og áttu yndislega kvöldstund í fallegu veðri í eyjunni.


Örlygur er manna fróðastur um sögu eyjarinnar og sagði skemmtilega frá mannlífinu á síðustu öld þegar allt að 300 manns bjuggu í eyjunni þegar mest var.

Lifandi leiðsögn – Sumarganga um Viðey með Örlygi Hálfdanarsyni

Í dag býðst gestum tækifæri á að kynna sér sögu Viðeyjar í sérstakri sumargöngu. Örlygur Hálfdanarson, frumkvöðull Vegahandbókarinnar, mun leiða gönguna.

Örlygur er fæddur og uppalinn í Viðey og þekkir eyjuna gerst manna. Frásögn hans er fræðandi og skemmtileg og alltaf stutt í kímnina hjá þessum sagnameistara. Saga Viðeyjar er merk og spannar allt frá landnámstíð til dagsins í dag og þar hafa búið menn sem hafa haft mikil áhrif á sögu Reykjavíkur.

Gangan hefst kl. 19:30 við Viðeyjarstofu og tekur eina og hálfa til tvær klukkustundir. Ferðir frá Skarfabakka eru í dag kl. 18:15 og 19:15. Síðasta ferjan fer úr Viðey kl. 22:00. Gjald í ferjuna fram og til baka er kr. 1000,- fyrir fullorðna og kr. 500,- fyrir börn 7-15 ára í fylgd fullorðinna. Frítt fyrir 6 ára og yngri.  Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin.